Blikur eru á lofti í loftslagsáætlun Íslands og þykir Loftslagsráði nýuppfærð áætlun ófullnægjandi.
Blikur eru á lofti í loftslagsáætlun Íslands og þykir Loftslagsráði nýuppfærð áætlun ófullnægjandi.
Mynd / Pixabay
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða og telur nýuppfærða Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ófullnægjandi.

Loftslagsráð birti álit sitt á endurskoðaðri Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í öndverðum nóvembermánuði. Niðurstaða Loftslagsráðs er sú að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða. „Þrátt fyrir endurskoðun er aðgerðaáætlun í loftslagsmálum ómarkviss. Skerpa þarf heildarstefnuna, samþætta ólíkar aðgerðir og samhæfa framkvæmdina við stefnumið í orku-, samgöngu-, matvæla- og ríkisfjármálum. Framkvæmd áætlunarinnar er ekki áfangaskipt með skýrum hætti, ábyrgð er oft óljós og margar aðgerðir ófjármagnaðar. Þessir veikleikar munu tefja framkvæmd, forgangsröðun og ráðstöfun fjármuna. Fjöldi aðgerða sem beinast að stórum uppsprettum losunar, svo sem frá sjávarútvegi og landbúnaði, eru enn óútfærðar sex árum eftir að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var kynnt,“ segir í álitinu.

Þegar sjáanleg áhrif á Íslandi

Segir Loftslagsráð að stefni í að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga. Sú röskun á loftslagi af mannavöldum sem þessu valdi hafi þegar aukið tíðni og umfang hamfara um heim allan með umtalsverðu eigna- og manntjóni.

Mikið sé í húfi fyrir Ísland að samstarf ríkja í baráttunni við loftslagsvandann skili árangri hratt og örugglega. „Eins og nýleg skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar staðfestir þá eru þegar komin fram umtalsverð áhrif á náttúru Íslands, atvinnuvegi, uppbyggða innviði og efnahag. Afleiðingar loftslagsvár utan landsteinanna munu ekki síður hafa mikil efnahags- og samfélagsleg áhrif hér heima,“ segir enn fremur í álitinu.

Alvarleg mistök

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson, hefur sagt framkvæmd loftslagsaðgerða afar veika hérlendis og nefnt sem dæmi að viðsnúningur stjórnvalda í hvatakerfum hreinorkubíla á síðasti ári hafi verið alvarleg mistök sem sendi kolröng skilaboð til fólks.

Loftslagsráð fjallar skv. lagaskyldu um uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og birti álit sitt 8. nóvember sl.

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...