Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn var í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Ölfusi 20. nóvember.

Axel Sæland, formaður deildar garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að síðasta sumar hafi verið garðyrkjubændum í útirækt almennt erfitt veðurfarslega, uppskera langt undir væntingum auk þess sem margir bændur urðu fyrir tjóni.

„Á stórum hluta landsins gerði aftakaveður, en þá höfðu flestir bændur verið búnir að koma sínum ökrum af stað. Kartöflubændur lentu bæði í því að það fauk ofan af görðunum þeirra þannig að kartöflurnar urðu berskjaldaðar og svo flæddi yfir akra annars staðar. En svo voru líka fáir sólardagar í sumar og heilt yfir kalt. Það hafði líka mikil áhrif á heildar framleiðslumagnið.“

Tryggingavernd lykilatriði fyrir framtíð útiræktar

Axel segir að á fundinum hafi einkum tvö atriði verið sett fram og rædd. Annars vegar nauðsyn þess að komið verði á tryggingavernd fyrir bændur, þannig að bændur hafi kost á því að tryggja akra sína fyrir íslensku veðurfari, og hins vegar að skoðuð verði tækifæri á að taka upp uppskerutengdar greiðslur í stað tollverndar.

Hann telur að tryggingavernd sé orðið algjört lykilatriði fyrir framtíð útiræktar. „Það er afar erfið staða að vera upp á matvælaráðuneyti kominn með það hvort opnað sé fyrir tjónaskráningar og alveg óvíst hvort fjármagn fáist til að bæta tjón.

Mikið betra væri að bændur gætu tryggt akra sína og vissu þá fyrir hverju. Þetta mun kosta, en er ekki heilbrigðara að bændur og ríki komi að slíku verkefni í stað þess að ríkisstjórn þurfi að vera að taka svona málum ár eftir ár og bændur háðir ákvörðun hvers árs?“ spyr Axel.

Uppskerutengdar greiðslur í stað tollverndar

Að sögn Axels er ákvæði í búvörusamningum garðyrkjunnar að matvælaráðuneyti og Bændasamtök Íslands skoði kosti og galla þess að taka upp uppskerutengdar greiðslur til bænda í útiræktun, sem kæmu í stað tollverndar. „Ég held að það ætti að skoða þetta sem fyrst, hvað slíkt fyrirkomulag myndi kosta ríkissjóð og hvað það gæti lækkað verð á útiræktuðu grænmeti til neytenda. Engin vinna hefur farið af stað með þetta ákvæði, en ég tel að þarna liggi ákveðin tækifæri fyrir útiræktina. Þetta var gert á sínum tíma í ylræktinni fyrir tómata, gúrkur og papriku – og bændur eru almennt sáttir við það fyrirkomulag. En um leið og breytingin varð á fyrirkomulaginu fóru bændur í beina samkeppni við innflutning.“

Styrkir miðast við hektarafjölda

Garðyrkjubændur í útiræktun grænmetis búa núna við stuðningsfyrirkomulag þar sem styrkirnir miðast við umfang ræktunar í hekturum, sem er þó föst upphæð sem deilist hlutfallslega á milli ræktenda og þynnist því út eftir því sem umfang eykst.

Við endurskoðun síðustu búvörusamninga um síðustu áramót varð sú breyting að lágmarksstærð á því landi garðyrkjubænda sem styrkir eru greiddir út á, var minnkað úr hektara lands niður í fjórðung af hektara. Tilgangurinn var að hvetja nýliða til að prófa sig áfram í útiræktun og fá til þess svolítinn stuðning.

Umsóknum um þessa styrki, sem heita jarðræktarstyrkir til garðyrkjubænda vegna útiræktaðs grænmetis, fækkaði hins vegar um fimm – fóru úr 55 umsóknum í 50 síðasta sumar.

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...