Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar.

Gallup framkvæmdi könnunina fyrir Bændasamtök Íslands (BÍ) og Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) í nóvember til að mæla viðhorf Íslendinga til ýmissa þátta tengdum landbúnaði. Úrtakið var 1.669 manns, 18 ára og eldri af öllu landinu, en þátttökuhlutfall var 53,3 prósent.

Framleiðsla á 3.150 býlum

„Samkvæmt niðurstöðunum vilja tæplega 80 prósent landsmanna að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands, fremur en að þær séu fluttar hingað inn,“ segir í tilkynningu frá BÍ og SAFL en 19,9 prósent svarenda svöruðu að það ætti að framleiða allar landbúnaðarvörur innanlands, meðan 59,7 prósent svarenda töldu að framleiða ætti þær flestar innanlands.

„Á hverju ári framleiða íslenskir bændur um 30.000 tonn af kjöti, 13.000 tonn af grænmeti og 150 milljón lítra af mjólk. Framleiðslan fer fram á um 3.150 býlum hringinn í kringum landið og mikill fjöldi fólks kemur að framleiðslu, vinnslu, flutningi og sölu og framreiðslu matvæla til neytenda. Til þess að landsmenn allir geti kosið íslenskar landbúnaðarvörur í sínum matarinnkaupum þarf að auka innlenda framleiðslu með bættum stuðningi og betra starfsumhverfi fyrir greinina,“ segir í tilkynningunni.

Þar er haft eftir Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra SAFL, að almenningur vilji greinilega ekki þurfa að reiða sig um of á innflutning. ,,Þetta eru skýr skilaboð frá fólkinu í landinu um að styrkja þurfi stoðir landbúnaðarins og tryggja greininni sambærilega umgjörð og hjá löndum sem við viljum bera okkur saman við svo að þetta dæmi geti gengið upp,“ er haft eftir Margréti.

Gæði og efnahagslegar ástæður

Þátttakendur voru einnig spurðir um hvort þeir veldu íslenskar eða erlendar landbúnaðarvörur þegar þeir versla. Alls svöruðu 28,7 prósent því um að þeir veldu alltaf íslenskar landbúnaðarvörur og 44,4 prósent sögðust velja íslenskar vörur oftast. Ríflega fjórðungur sagðist velja stundum íslenskar og stundum erlendar. Einnig voru svarendur beðnir um að nefna helstu ástæður þess að þau velji íslenskar landbúnaðarvörur. Flestir, 28,5 prósent, nefndu fyrst ástæður sem snúa að gæðum og næstflestir, 17,4 prósent, sögðu það af efnahagslegum ástæðum. Einnig var algengt að svarendur nefndu ástæður sem snúa að trausti og af umhverfislegum ástæðum.

Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri BÍ, segist, í tilkynningu, líta á niðurstöður könnunarinnar sem traust til bænda og afurða þeirra. ,,Vonandi er að þessi mæling á hjartslætti þjóðarinnar verði nýrri ríkisstjórn ofarlega í huga þegar hún setur kúrsinn fyrir nýja búvörusamninga sem treysta undirstöður íslensks landbúnaðar til langrar framtíðar. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að auka þarf innlenda matvælaframleiðslu umtalsvert á komandi árum til að mæta aukinni eftirspurn vegna fólksfjölgunar, hvort sem um ræðir íbúa landsins eða ferðamenn. Til þess að tryggja að framleiðslan geti haldið í við eftirspurnina og uppfyllt vilja 80 prósenta landsmanna um að geta valið íslenskan mat á diskinn sinn, þurfum við bændur og það þarf að bæta starfsskilyrðin í landbúnaði,“ er haft eftir Margréti Ágústu.

Skylt efni: landbúnaðarvörur

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Fréttir 12. desember 2024

Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði

Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Fréttir 12. desember 2024

Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga

Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Fréttir 12. desember 2024

Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands

Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...