Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Mynd / smh
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu.

Alls var óskað eftir 32 þúsund ærgildum til kaups, en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi, eða 13 prósent samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu, en innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára sem eru 10.762 krónur á ærgildið.

Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum um stuðning við sauðfjárrækt. Af 131 umsækjanda töldust 99 til forgangshóps og 32 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann því til forgangshóps, sem eru sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að engin sérstök tíðindi séu í þessum tölum og niðurstöður hans séu í samræmi við fyrri markaði. „Þetta eru bú sem eiga lítið greiðslumark sem eru að kaupa og styrkja rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið,“ segir hann.

Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram, en upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stö...

KS innleysti Búsældarbændur
Fréttir 10. desember 2024

KS innleysti Búsældarbændur

Kaupfélag Skagfirðinga leysti til sín eignarhlut þeirra þrettán bænda sem féllus...

Umdeildur samningur þykir heldur klénn
Fréttir 10. desember 2024

Umdeildur samningur þykir heldur klénn

COP29-loftslagsráðstefnunni í Bakú í nóvember lauk eftir tveggja vikna samningaþ...