Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Sauðfjárbændur kaupa greiðslumark til að styrkja rekstrargrundvöll sinn til lengri tíma.
Mynd / smh
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, barst 131 umsókn um kaup og 24 umsóknir um sölu.

Alls var óskað eftir 32 þúsund ærgildum til kaups, en til ráðstöfunar voru 4.266 ærgildi, eða 13 prósent samkvæmt tilkynningu úr matvælaráðuneytinu, en innlausnarverð ársins jafngildir beingreiðslum næstu tveggja ára sem eru 10.762 krónur á ærgildið.

Úthlutað var samkvæmt forgangsreglum um stuðning við sauðfjárrækt. Af 131 umsækjanda töldust 99 til forgangshóps og 32 til almenns hóps. Allt það greiðslumark sem var til ráðstöfunar rann því til forgangshóps, sem eru sauðfjárbændur sem eiga 100 kindur eða fleiri og eru með ásetningshlutfallið 1,0 eða hærra.

Eyjólfur Ingvi Bjarnason, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að engin sérstök tíðindi séu í þessum tölum og niðurstöður hans séu í samræmi við fyrri markaði. „Þetta eru bú sem eiga lítið greiðslumark sem eru að kaupa og styrkja rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið,“ segir hann.

Matvælaráðuneytið mun senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram, en upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í Afurð.

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram
Fréttir 14. apríl 2025

Framleiðsla á hliðarafurðum heldur áfram

Hvítlauksbændurnir hjá Dalahvítlauk hafa á undanförnum mánuðum þróað tvær nýjar ...

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar
Fréttir 14. apríl 2025

Úrgang skal færa til viðeigandi meðhöndlunar

Líkt og fram kom í forsíðufrétt síðasta tölublaðs Bændablaðsins, er ekkert eftir...

Nýtt smit gæti borist
Fréttir 14. apríl 2025

Nýtt smit gæti borist

Dregið hefur talsvert úr tilkynningum til Matvælastofnunar um dauða villta fugla...