Krísa í kornframleiðslu
Mynd / Jan Huber
Utan úr heimi 16. desember 2024

Krísa í kornframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búist er við töluverðum samdrætti í kornframleiðslu í Evrópu og voru áhyggjur þess efnis viðraðar á fundi Evrópuþingsins í nóvember.

Gert er ráð fyrir að framleiðsla á korni í Evrópu á þessu ári verði í heild níu prósent undir meðalári í ár. Samdrátturinn er sérstaklega áberandi í framleiðslu á maís en framleiðslan mun vera tólf prósentum lakari en í meðalári, samtals 58 milljón tonn. Spáð er 112,6 milljón tonna uppskeru í hveiti, sem er ellefu prósentum minna en í meðalári. Aðeins er búist við örlítilli aukningu í ræktun á byggi miðað við síðasta ár, en verði áfram 5 prósentum undir meðalári.

Fjölmiðillinn Euronews greinir frá því að Pierre Bascou, embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB, hafi vakið máls á samdrættinum á fundi Evrópuþingsins nú í nóvember.

Tilteknar eru nokkrar ástæður samdráttarins. Veðrið hefur verið kornrækt óhagstætt en bæði þurrkar í Suðaustur-Evrópu og miklar haustrigningar hafa haft neikvæð áhrif á magn og gæði uppskerunnar í ár.

Vandinn snýr einnig að gæðum kornsins. Þannig sýna mælingar á uppskeru lægra próteinmagn kornsins en einnig mengun vegna alkalóíða. Haft er eftir sérfræðingum frá Evrópusamtökum bænda, Copa Cogeca, að vegna lakra gæði hafi margar framleiðslulotur lækkað frá manneldiskorni í fóðurkorn sem hefur mikil áhrif á afkomu ræktenda.

Bent er á að minni framleiðsla sé einnig vegna samdráttar í ræktarlandi fyrir korn á lykilsvæðum. Frakkland er þar nefnt sem dæmi. Cédric Benoist, franskur kornbóndi sem einnig er formaður kornræktarhóps Copa-Cogeca, segir við euronews að kornbændur tapi á ræktun í ár.

Heimsmarkaðsverð á korni hefur verið sveiflukennt undanfarin tvö ár en verðið hefur síður en svo hækkað samhliða auknum framleiðslukostnaði í Evrópu.

Í frétt Euronews er sagt frá því að framleiðslukostnaður í Frakklandi hafi hækkað úr 1.512 evrum á hektara árið 2021 í 2.065 evrur árið 2023. Milli sömu ára hækkaði framleiðslukostnaður í Írlandi úr 1.330 evrum á hektara í 2.199 evrur.

Skylt efni: kornrækt | kornframleiðsla

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...