Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum
Fréttir 3. apríl 2017

Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt frétt North Star Genetics er búist við hækkandi verði á korni og sojabaunum á þessu ári eftir nokkuð langvarandi stöðnun. 
 
„Ef við horfum fram á veginn, þá erum við nú að upplifa gríðarlega eftirspunaraukningu á korni og sojabaunum um allan heim. Það á sérstaklega við um Kína,“ segir Al Kluis, forstjóri Kluis Commodities. 
„Í Kína hefur orðið aukin eftirspurn eftir próteini í takt við auknar tekjur landsmanna. Það hefur verið erfitt að ná einhverri framlegð út úr þessari framleiðslu á síðustu tveim árum, en með aukinni eftirspurn eru líkurnar góðar um að verð hækki og hagnaður aukist á árinu 2017.“ 
 
Vegna tregðu á markaði og birgðasöfnunar hefur aukinn hluti kornframleiðslunnar, ekki síst í Bandaríkjunum, farið í framleiðslu á lífeldsneyti eða etanóli. Búist er við að slík framleiðsla aukist enn frekar á þessu ári þrátt fyrir tiltölulega lágt verð og samdrátt í ræktun á korni. Gera má ráð fyrir að m.a. vegna þessa muni fljótlega skapast sú staða að gengið verði á birgðir og verð fari að hækka.  

Skylt efni: Korn | soja

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...