Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum
Fréttir 3. apríl 2017

Búist við verðhækkunum á korni og sojabaunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt frétt North Star Genetics er búist við hækkandi verði á korni og sojabaunum á þessu ári eftir nokkuð langvarandi stöðnun. 
 
„Ef við horfum fram á veginn, þá erum við nú að upplifa gríðarlega eftirspunaraukningu á korni og sojabaunum um allan heim. Það á sérstaklega við um Kína,“ segir Al Kluis, forstjóri Kluis Commodities. 
„Í Kína hefur orðið aukin eftirspurn eftir próteini í takt við auknar tekjur landsmanna. Það hefur verið erfitt að ná einhverri framlegð út úr þessari framleiðslu á síðustu tveim árum, en með aukinni eftirspurn eru líkurnar góðar um að verð hækki og hagnaður aukist á árinu 2017.“ 
 
Vegna tregðu á markaði og birgðasöfnunar hefur aukinn hluti kornframleiðslunnar, ekki síst í Bandaríkjunum, farið í framleiðslu á lífeldsneyti eða etanóli. Búist er við að slík framleiðsla aukist enn frekar á þessu ári þrátt fyrir tiltölulega lágt verð og samdrátt í ræktun á korni. Gera má ráð fyrir að m.a. vegna þessa muni fljótlega skapast sú staða að gengið verði á birgðir og verð fari að hækka.  

Skylt efni: Korn | soja

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...