Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Meira ræktað af soja en maís
Fréttir 27. apríl 2017

Meira ræktað af soja en maís

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna áratugi hefur maís verið sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum. Nýjar tölur benda til að það muni breytast á þessu ári og að soja muni steypa maísnum af þeim stalli.

Samkvæmt frétt á vef bandaríska landbúnaðarráðuneytisins sáðu bandarískur bændur óvenju mikið að soja í ár vegna viðvarandi verðfalls á maís undanfarin ár.

Maís er sú planta sem mest hefur verið ræktað af í heiminum undanfarna áratugi og verið kallað konungur kornsins. Síðustu þrjú ár hefur verð á maís fallið mikið og margir bændur tapa á ræktuninni og hafa því snúið sér að annars konar ræktun.

Á þessu ári hafa bændur í Bandaríkjunum, sem hætt hafa við maís, snúið sér að ræktun soja í staðinn og í fyrsta sinn í sögunni er búist við að uppskera af soja verði meiri en maís.

Í Bandaríkjunum er maís kallað korn og stærstu kornræktarríkin kölluð kornbeltið. Þetta kann þó að breytast og að áður en mörg ár eru liðin verði farið að tala um sojabeltið.

Ólíkt maís sem er grastegund er soja belgjurt og próteininnihald fræjanna hátt og eftirspurn eftir próteini er mikil í dag.

Skylt efni: maís | soja | Korn | belgjurtir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...