Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni
Matarkrókurinn 21. nóvember 2014

Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni

Margir horfa aftur til þess tíma með söknuði þegar hún amma bauð upp á moðsteikt lambakjöt á sunnudögum. Það eru til margar aðferðir við að elda lambakjöt og allir hafa ólíkan smekk. Ein aðferðin sem ég  mæli með er að hægelda lambakjötið lengi við lágan hita. Með því haldast bragðeinkenni lambsins og með réttri eldun er roðinn í kjötinu eins og best lætur. Ef allt lukkast þá bráðnar kjötið í munni. Alioli hvítlaukssósa er fullkomin viðbót við lambakjötið.

Amerískar pönnukökur er fastur liður vestan hafs en hér erum við með hollari útgáfu sem gott er að borða með beikoni.

Hægelduð  lambasteik

Hráefni:

  • 1 stk. lambabógur á beini, um 1,25 kg
  • 1 tsk. mulið kóríanderfræ
  • 1 tsk. mulið fennelfræ
  • 2 stjörnu anís, marinn í mortel eða kaffikvörn
  • ½ tsk. kardimommur
  • ¼ tsk. ferskur mulinn hvítur pipar
  • 2 tsk. salt
  • 60 ml Extra-Virgin ólífuolía

Alioli hvítlaukssósa

Hráefni:

  • 3 eggjarauður
  • 2 hvítlauksrif, mulin
  • Sjávarsalt
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 275 ml ólífuolía
  • Nýmalaður hvítur pipar

Aðferð

Setjið eggjarauðu í skál og hrærið varlega olíunni í. Bætið sítrónusafa, kryddið til og framreiðið með kjötinu.

Byrjið að undirbúa kjötið degi fyrir eldun. Setjið kjötið í fat, blandið kryddi, salti og jómfrúarolíu saman og nuddið kjötið. Geymið í kæli yfir nótt. Taktu lambakjötið úr kæli tveimur klukkustundum fyrir eldun og látið standa við stofuhita. Forhitið ofninn í 130 °C. Setjið í nógu stórt eldfast mót eða pott. Úðið með smá ólífuolíu. Bætið 125 ml vatni í fatið. Vefjið með álpappír og látið eldast  í um 2½ til þrjár klukkustundir. Lækkið hita í 110°C og eldið í um 4 klst.

Framreiðið með rósakáli og soðnum kartöflum. Gott að krydda með salti og pipar fyrir loka bragðbætingu.

 

Hafragrautspönnukökur með beikoni

Hráefni:

  • 1 ½ bolli hafragrautur eða fljóteldað örbylgjuhaframjöl
  • 1 bolli hveiti eða fínt speltmjöl
  • 2 msk. púðursykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 1 ½ bolli mjólk
  • 2 egg
  • 2 msk. smjör eða annað til steikingar

Aðferð

Blandið öllu í skál og steikið á pönnu í smá smjöri á meðalhita, snúið við þegar loftbólur eru hættar að myndast. Brúnið hinum megin og framreiðið með stökku beikoni.

4 myndir:

Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.