Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturlandi var veður mjög óhagstætt kornbændum, en á heildina litið virðist veður hafa verið ágætt í Eyjafirði og á Suðurlandi.
Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturlandi var veður mjög óhagstætt kornbændum, en á heildina litið virðist veður hafa verið ágætt í Eyjafirði og á Suðurlandi.
Bændur eru flestir búnir eða langt komnir með þreskingu á byggi og öðru korni. Víðast hvar var uppskera góð þótt kalt og blautt vor hægði á vexti.