Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bygg á akri.
Bygg á akri.
Mynd / ghp
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þeir sem hyggjast rækta korn og stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á því í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu. Miðast hún að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Fyrirframgreiðslan er valkvæð og er stefnt að því að greiða hana út fyrir 1. júlí. Kemur hún til frádráttar jarðræktarstyrkjum umsækjanda sem koma til greiðslu í desember. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar.

„Þessi breyting er gerð í samræmi við tillögur Landbúnaðarháskóla Íslands í skýrslunni Bleikir akrar til eflingar kornræktar. Tilgangurinn er að koma til móts við kostnað bænda vegna sáningar og áburðargjafar í kornrækt,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins.

Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október en þá á að vera búið að ganga frá endanlegri umsókn.

Skylt efni: kornrækt

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...