Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bygg á akri.
Bygg á akri.
Mynd / ghp
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þeir sem hyggjast rækta korn og stofna jarðræktarumsókn og skrá upplýsingar um sáningu á því í síðasta lagi 15. júní fá fyrirframgreiðslu. Miðast hún að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan, að því er fram kemur í tilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Fyrirframgreiðslan er valkvæð og er stefnt að því að greiða hana út fyrir 1. júlí. Kemur hún til frádráttar jarðræktarstyrkjum umsækjanda sem koma til greiðslu í desember. Ekki er greidd fyrirframgreiðsla vegna annarrar ræktunar en kornræktar.

„Þessi breyting er gerð í samræmi við tillögur Landbúnaðarháskóla Íslands í skýrslunni Bleikir akrar til eflingar kornræktar. Tilgangurinn er að koma til móts við kostnað bænda vegna sáningar og áburðargjafar í kornrækt,“ segir í tilkynningu matvælaráðuneytisins.

Almennur umsóknarfrestur vegna jarðræktarstyrkja og landgreiðslna verður eftir sem áður 1. október en þá á að vera búið að ganga frá endanlegri umsókn.

Skylt efni: kornrækt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...