Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kornrækt í sókn
Fréttir 7. september 2023

Kornrækt í sókn

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Útgáfa skýrslu starfshóps á vegum matvælaráðuneytisins, „Bleikir akrar – aðgerðaáætlun um aukna kornrækt“, sem kom út fyrr á árinu, hefur blásið lífi í kornrækt á Íslandi að nýju eftir mögur ár.

Eflaust hafa þættir eins og heimsfaraldur kórónuveiru, stríðsátök í heiminum og loftslagsvá einnig
ýtt við ráðamönnum, því samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður tveimur milljörðum varið í að hrinda aðgerðaáætluninni í framkvæmd. „Fyrsta forgangsmál kornræktar á Íslandi er að það þarf að kynbæta korn. Allt annað verður til einskis ef ekki verða til kynbætur á korni,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri Jarðræktarmiðstöðvar LbhÍ og einn höfunda skýrslunnar Bleikir akrar.

Kynbætur á byggi hófust að nýju í vor eftir að hafa legið niðri í nokkuð mörg ár.

Sú vinna fer fram í samstarfi við sænskt kynbótafyrirtæki sem býr yfir nýrri kynbótahvelfingu með þjörkum og fyrsta flokks búnaði. Nú verður hægt að erfðagreina gríðarlegan fjölda plantna og reikna kynbótamat fyrir þær áður en þær hafa verið prófaðar við íslenskar aðstæður. Það hefur ekki verið gert áður.

– Sjá nánar í fréttaskýringu á bls. 20–21 í Bændablaðinu sem kom út í dag

Skylt efni: kornrækt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...