Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Mynd / Marta Esther Hjaltadóttir
Fréttir 2. nóvember 2020

Kúabændur í Hrunamannahreppi verðlaunaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fór fram verðlaunaveiting Nautgriparæktarfélags Hrunamanna en vaninn hefur verið að veita þau á aðalfundi félagsins á vordögum, en vegna COVID-19 þá hefur fundurinn ekki enn verið haldinn. Verðlaunin voru því keyrð til verðlaunahafa  af stjórnarmönnum.  

Verðlaunahafar ársins 2019 eru þessir: Efnilegasta kvígan var Gullbrá 1604 frá Birtingaholti 4. Hún var með 302 stig. Afurðahæsta kýrin var Spurning 1818 frá Birtingaholti 1. Hún mjólkaði 13.617kg. Afurðahæsta búið var Skollagróf með 8000 kg af mjólk og 618 kg. MFP (verðefni). Ræktunar-bú ársins var Skollagróf með 618 kg MFP eða 80 kg aukningu milli ára. Félagið veitir alltaf tvo farandgripi en það er „Huppuhornið“ fyrir efnilegustu kvíguna. Það er frá árinu 1946 og útskorið af Ríkharði Jónssyni, merkisgripur. Síðan fær ræktunarbú ársins farandgrip sem Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti skar út og málaði. Hann hefur verið veittur frá 2017 og var gefinn til minningar um hjónin í Dalbæ, þau Hróðnýju og Jóhann Halldór. 

Fjóla Helgadóttir og Sigurður Haukur Jónsson í Skollagróf fengu verðlaun fyrir afurðahæsta búið og ræktunarbú ársins.

Skylt efni: nautgriparækt

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...