Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Svava Kristjánsdóttir, Birtingaholti 1 (t.v.), er með með verðlaunin fyrir afurðahæstu kúna og Ingveldur Kjartansdóttir, Birtingaholti 4, er hér með Huppuhornið fyrir efnilegustu kvíguna.
Mynd / Marta Esther Hjaltadóttir
Fréttir 2. nóvember 2020

Kúabændur í Hrunamannahreppi verðlaunaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega fór fram verðlaunaveiting Nautgriparæktarfélags Hrunamanna en vaninn hefur verið að veita þau á aðalfundi félagsins á vordögum, en vegna COVID-19 þá hefur fundurinn ekki enn verið haldinn. Verðlaunin voru því keyrð til verðlaunahafa  af stjórnarmönnum.  

Verðlaunahafar ársins 2019 eru þessir: Efnilegasta kvígan var Gullbrá 1604 frá Birtingaholti 4. Hún var með 302 stig. Afurðahæsta kýrin var Spurning 1818 frá Birtingaholti 1. Hún mjólkaði 13.617kg. Afurðahæsta búið var Skollagróf með 8000 kg af mjólk og 618 kg. MFP (verðefni). Ræktunar-bú ársins var Skollagróf með 618 kg MFP eða 80 kg aukningu milli ára. Félagið veitir alltaf tvo farandgripi en það er „Huppuhornið“ fyrir efnilegustu kvíguna. Það er frá árinu 1946 og útskorið af Ríkharði Jónssyni, merkisgripur. Síðan fær ræktunarbú ársins farandgrip sem Helga Magnúsdóttir í Bryðjuholti skar út og málaði. Hann hefur verið veittur frá 2017 og var gefinn til minningar um hjónin í Dalbæ, þau Hróðnýju og Jóhann Halldór. 

Fjóla Helgadóttir og Sigurður Haukur Jónsson í Skollagróf fengu verðlaun fyrir afurðahæsta búið og ræktunarbú ársins.

Skylt efni: nautgriparækt

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...