Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lífland hefur áburðarsölu
Fréttir 28. janúar 2016

Lífland hefur áburðarsölu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lífland mun hefja innflutning tilbúins áburðar í vor og er þetta í fyrsta sinn sem félagið býður upp á slíka vöru.

Í fréttatilkynningu frá Líflandi segir að meginástæða þess að félagið fetar þessa braut er stefna sem mörkuð hefur verið um að geta boðið bændum landsins upp á heildarlausnir í búrekstrarvörum.

Áburðurinn er markaðssettur undir heitinu „LÍF“ og slagorðinu „Fáðu LÍF í tún og Akra“ sem vísar beint í eiginleika áburðarins og nafn Líflands.

Áburðurinn kemur frá írska fyrirtækinu Grassland Agro og uppistaða vöruframboðsins eru fjölkorna blöndur. Grassland Agro er virt fyrirtæki á írska áburðarmarkaðinum og um þeirra hendur fer um fjórðungur alls áburðar sem seldur er á Írlandi þar sem þeir reka þrjár blöndunarstöðvar.

Verða alls níu vörutegundir á boðstólunum þetta árið m.a. nokkrar selenbættar. Nánari upplýsingar um vöruúrvalið og tilhögun flutningstilboða veita söluráðgjafar Líflands. 


Verðskrá áburðar hjá Líflandi 2016

 

Skylt efni: Lífland | áburður

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...