Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Löngu er orðið tímabært að endurskoða lög um ræktun lyfjahamps hér á landi.
Löngu er orðið tímabært að endurskoða lög um ræktun lyfjahamps hér á landi.
Mynd / thenevadaindependent.com
Fréttir 8. nóvember 2022

Löglegt í 19 ríkjum BNA og í Kanada

Höfundur: Vilmundur Hansen

Neysla á kannabis er lögleg í 19 ríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku og sé hún samkvæmt læknisráði í 37 ríkjum.

Í mörgum ríkja BNA þar sem kannabis er enn þá ólöglegt hefur neysla þess verið afglæpavædd. Neysla kannabis er lögleg í Kanada. Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tilkynnt að lögleiða eigi kannabis í landinu og löngu orðið tímabært að endurskoða lög um það hér á landi.

Flestir sem láta sig slíkt varða telja löngu tímabært að gefa neyslu á kannabis frjálsa og reynslan þar sem slíkt hefur verið gert yfirleitt góð. Síðasta stóra skrefið í þessu máli er að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir vilja sínum til að lögleiða notkun kannabis í öllum ríkjum Norður-Ameríku.

Þýsk stjórnvöld tilkynntu fyrir stuttu að áætlun lægi fyrir um lögleiðingu kannabis í landinu. Heilbrigðisráðherra Þýskalands hefur afhenti ríkisstjórn landsins minnisblað sem byggt er á kosningaloforði ríkisstjórnar jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra demókrata sem myndi leyfa fullorðnum einstaklingum að eiga í fórum sínum 20 til 30 grömm til einkaneyslu.

Neysla á kannabis

Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir, C. sativa og C. indica, eftir að plantan þróaðist við ræktun í mismunandi áttir frá upprunalegum heimkynnum sínum í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundin C. sativa þróaðist í norður frá fjöllunum til textílgerðar en C. indica í suður sem vímugjafi.

Talið er að hermenn Napóleons hafi flutt þann sið, að reykja plöntuna, með sér til Evrópu eftir stríð þeirra í Egyptalandi þar sem slíkar reykingar voru vel þekktar.

Vinsældir laufsins jukust og neysla á því breiddist út eins og eldur í sinu.

Í Bandaríkjunum varð kannabis snemma vinsælt meðal svartra tónlistarmanna en litið hornauga af hvítum valdamönnum sem kölluðu það meðal annars ill- gresi andskotans. Kannabis var bannað þar árið 1937. Viðhorf til kannabis í Bandaríkjunum hafa breyst mikið undanfarin ár og í dag er neysla þess leyfð eða litið fram hjá hanni í flestum ríkjum. Árið1974 var á Alþingi ákveðið að flokka kannabisefni sem ávana- og fíkniefni og varð kannabis-plantan þar með ólögleg hér á landi.

Iðnaðarhampur leyfður

Árið 2020 veitti þáverandi heilbrigðisráðherra undanþágu til að hægt væri að rækta iðnaðarhamp hér á landi. Heimildin er háð skilyrðum og takmörkunum svo tryggt sé að ekki verði fluttar inn eða ræktaðar plöntur sem innihalda THC í nýtanlegu magni, eða að hámarki 0,2%, sem er í samræmi við reglur ESB. Ræktun iðnaðarhamps hefur gengið ágætlega hér á landi síðan þá og í dag eru á boðstólum ýmsar afurðir sem unnar eru úr honum.

Ræktun lyfjahamps

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram á síðasta ári þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni.

Ásmundur sagði í samtali við blaðamann Bændablaðsins fyrir skömmu að hann mundi leggja tillöguna fram aftur fljótlega ásamt nýjum upplýsingum sem tengdust henni.

Gaddavírinn er dýr

Tillaga Ásmundar er löngu tímabær enda fullkomlega óeðlilegt að kannabis með THC innihaldi sem getur linað sársauka og nýst í hjúkrunarskyni verði ekki leyfilegt hér. Það sem helst skyggir á tillöguna er að einstaklingum sem það kjósa verði ekki gefið frjálst að rækta plöntuna og nýta afurðir hennar að vild.

Reynslan í Danmörku, þar sem neysla á lyfjahampi er leyfileg samkvæmt læknisráði, hefur sýnt að lyfjahampur sem ræktaður er bak við gaddavír er of dýr fyrir marga sjúklinga. Margir þeirra hafa því snúið sér aftur að götudílerunum sem selja á betra verði, eða jafnvel farið að pukrast með að rækta plöntuna sjálfir í felum og því glæpamenn.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...