Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. apríl 2022

Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarorkukostnaður hér á landi er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næsthæsti heildarorkukostnaður er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem skilgreint er sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið.

Ísafjörður, Bolungarvík, Patreks­fjörður og Flateyri, þar sem eru kyntar heitaveitur, koma þar á eftir. Heildarorkukostnaður er, líkt og áður, lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ.

Orkustofnun reiknaði út fyrir Byggðastofnun kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun fyrir svipaðar fasteignir á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, svo sem ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Bilið minnkar

Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þúsund krónur.

Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð hærra í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign.

Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli, en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun

Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði.

Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum, um 68 þúsund krónur, og þarnæst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þúsund.

Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. 

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...