Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey
Mynd / MÞÞ
Fréttir 5. apríl 2022

Mesti orkukostnaðurinn er í Grímsey

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarorkukostnaður hér á landi er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næsthæsti heildarorkukostnaður er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem skilgreint er sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið.

Ísafjörður, Bolungarvík, Patreks­fjörður og Flateyri, þar sem eru kyntar heitaveitur, koma þar á eftir. Heildarorkukostnaður er, líkt og áður, lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ.

Orkustofnun reiknaði út fyrir Byggðastofnun kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun fyrir svipaðar fasteignir á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, svo sem ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.

Bilið minnkar

Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þúsund krónur.

Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þúsund krónur hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð er nokkuð hærra í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þúsund krónur fyrir viðmiðunareign.

Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli, en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Meiri munur í húshitun

Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði.

Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum, um 68 þúsund krónur, og þarnæst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þúsund.

Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur. 

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...