Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðan áhlaup snemma á ferðinni
Fréttir 18. september 2018

Norðan áhlaup snemma á ferðinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mögulega snjór í byggð á fimmtudag og föstudag á norðanverðu landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands er fyrsta norðan áhlaup haustsins er væntanlegt síðar í vikunni og er það frekar snemma á ferðinni að þessu sinni. Það er því enn ríkari ástæða til að fylgjast vel með veðurspám næstu daga.

Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á laugardag.

Enn óvissa í spám

Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi. Enn er óvissa í spám varðandi braut lægðanna og dýpi þeirra og þar með hversu hvasst verður og hve neðarlega mörk rigningar og snjókomu verða. Engu að síður er norðan óveður af einhverju tagi líklegt.


Viðvaranir vegna veðursins verðauppfærðar eftir því sem nýjir spáreikningar berast og tilefni er til.
 

Skylt efni: Veður | viðvörun

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...