Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, tók á móti verðlaununum. Honum á vinstri hönd er Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, en á hægri hönd eru Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Örn Þór Halldórsson, umhverfisstjóri F
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Norðursiglingar, tók á móti verðlaununum. Honum á vinstri hönd er Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, en á hægri hönd eru Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri og Örn Þór Halldórsson, umhverfisstjóri F
Mynd / Ferðamálastofa
Fréttir 18. nóvember 2015

Norðursigling hlaut Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Norðursigling á Húsavík er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálastofu 2015. 
 
Ráðherra ferðamála, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin á Ferðamálaþingi í Hofi á Akureyri í liðinni viku. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1995 og er þetta því 21. árið í röð sem verðlaunin eru veitt. Verðlaunagripurinn er skúlptúr eftir Aðalstein Svan Sigfússon  myndlistarmann. Hugmynd listamannsins að baki gripnum er að hann sé ör sem vísi upp á við til glæstrar framtíðar. Gripurinn er unninn úr íslensku gabbrói og lerki. Óunni hluti píramídans stendur fyrir ósnortna náttúru sem við viljum varðveita sem lengst.
 
 „Óvíða í atvinnulífinu eru umhverfismálin í meiri forgrunni en í ferðaþjónustunni, og öll vitum við að náttúran okkar er helsta auðlind atvinnugreinarinnar. Ábyrg afstaða fyrirtækja til umhverfismála skiptir því miklu máli, en mikil vakning og umræða hefur einmitt átt sér stað innan ferðaþjónustunnar um nauðsyn þess að umgangast þetta fjöregg okkar af meiri sjálfbærni, virðingu, og ekki síst nærgætni, því allar okkar athafnir hafa áhrif á umhverfið með einum og öðrum hætti,“ sagði Ragnheiður Elín meðal anars í ávarpi sínu við afhendinguna.
 
Eftirtektarverður árangur
 
Norðursigling var að þessu sinni tilnefnd vegna markmiða sinna og árangurs í að efla sjálfbæra ferðaþjónustu, en fyrirtækið hefur náð margvíslegum og eftirtektarverðum árangri í þeim efnum.
 
Sérstaklega er horft til þess að undanfarið hefur fyrirtækið, ásamt teymi íslenskra og norrænna samstarfsaðila, þróað nýtt rafkerfi, þar sem vindorkan er notuð til þess að hlaða rafgeyma skipsins Opal.
Með þessari nýtingu á grænni orku er Norðursigling orðin fremst meðal jafningja í uppbyggingu sjálfbærrar hvalaskoðunar á Íslandi og hefur sannarlega látið verkin tala í þeim efnum og skapað sér sess meðal helstu frumkvöðla í vistvænum siglingum. Verkefninu, sem er einstakt á heimsvísu, er ætlað að nýtast öllum skipaflota fyrirtækisins, en fyrirtækið hefur skapað sér mikla sérstöðu með áherslu sinni á nýtingu og verndun gamalla báta, sem er til hreinnar fyrirmyndar, enda um mikil menningarverðmæti að ræða.
 
Virðing fyrir auðlindinni
 
Fyrirtækið er einnig meðvitað um álagsþol auðlindarinnar sem það byggir afkomu sína á og leggur m.a. mikla áherslu á að trufla ekki hvali í ferðum sínum og fylgir ákveðnu verklagi í þeim efnum, m.a. með notkun á hljóðlátu drifkerfi. Virðing fyrir auðlindinni endurspeglast með skýrum hætti á heimasíðu fyrirtækisins og einnig er lögð áhersla á að fræða starfsmenn og viðskiptavini um umhverfismál.
 
Norðursigling í Vakanum
 
Norðursigling er með bronsmerki í umhverfiskerfi Vakans og er eini tilnefndi aðilinn sem náð hefur þeim árangri. Í máli ráðherrans kom fram að verulegu máli skipti, að íslensk ferðaþjónusta sammælist um að vinna sífellt að auknum gæðum og umhverfisvitund í sínum ranni. „Uppbygging VAKANS, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, hefur einmitt þetta að markmiði, en þar tók atvinnugreinin sjálf höndum saman við lykilaðila í stoðkerfi atvinnulífsins til að vinna að þessum markmiðum. Það er von mín að ferðaþjónustuaðilar nýti sér vel þau tækifæri sem VAKINN hefur upp á að bjóða, þannig að saman getum við gert frábæra atvinnugrein enn betri,“ sagði Ragnheiður Elín.
 
Þess ber að geta að fyrirtækið hefur áður fengið umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs, en þau hlaut fyrirtækið árið 1996, þá nýstofnað, fyrir Knörrinn, fyrsta bát Norðursiglingar.
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...