Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið  er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fyrsti 55 tonna vetnisknúni mjólkurbíllinn frá Hyzon Motors hefur verið tekinn í notkun af FrieslandCampina, sem er einn stærsti mjólkurvöruframleiðandi í heimi. Fyrirtækið er með starfsemi í 38 löndum og var með 23.783 starfsmenn á síðasta ári. Vetnisknúni trukkurinn á að komast 400 til 600 kílómetra á einni tankfyllingu af vetni. Vetnis-efnarafallinn í bílnum skilar 500 kílówöttum, eða 670 hestöflum.
Fréttir 17. september 2021

Ný tækni frá Hyzon Motors í geymslu vetnis í ökutækjum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Hyzon Motors fyrirtækið sér­hæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efnarafala í ökutæki. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í New York-ríki, gaf út tilkynningu í lok júlí að það hafi þróað nýtt vetnisgeymslukerfi sem geti dregið úr þyngd og framleiðslukostnaði atvinnubíla sem búnir eru efnarafölum fyrir vetni.

Hið nýja einkaleyfisvarða vetnis­­geymslukerfi sam­þættir notk­­un á léttum efnum í tanka sem hafðir eru í grind úr málmi. Sagt er að slíkt kerfi sé um 43% léttara en hefðbundnir vetnistankar og kosti um 52% minna í framleiðslu. Þá séu um 75% færri íhlutir í þessu kerfi en öðrum vetnisgeymslukerfum sem nú eru notuð. Kerfið gefur auk þess möguleika á að vera með 5 til 10 mismunandi vetnistanka.

Nýja tæknin hefur þegar verið sett upp í flutningabílum í Evrópu og er reiknað með að hægt verði að bjóða þessa tækni í hvaða gerð vetnisbíla sem er á fjórða ársfjórðungi yfirstandandi árs 2021. Þróun þessarar tækni hefur farið fram á milli Hyzon Europe og Hyzon US, en fyrirtækið hyggst framleiða þetta nýja kerfi bæði í Rochester í New York og í Groningen í Hollandi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...