Ekki búið að afskrifa loftskipin
Loftskip gætu virst eins og tækni frá liðnum tímum, en sprotafyrirtæki segir að ný hönnun þeirra gæti orðið mikilvægt tannhjól í grænu vetnisvæðingunni sem fjölmörg iðnríki hafa sett í gang.
Loftskip gætu virst eins og tækni frá liðnum tímum, en sprotafyrirtæki segir að ný hönnun þeirra gæti orðið mikilvægt tannhjól í grænu vetnisvæðingunni sem fjölmörg iðnríki hafa sett í gang.
Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarverksmiðju í Reyðarfirði í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.
Franski vinnuvélaframleiðandinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 keppnistrukk, sem er fyrsta vetnisknúna farartæki heims sem hannað er til að keppa í Dakar-rallinu í Sádi-Arabíu árið 2022.
Ofursparneytin vetnisvél JCB hefur unnið til einna elstu og virtustu verðlauna í breskri bílaverkfræði sem veitt eru til að heiðra tæknilegan árangur.
Þjóðir heims keppast nú við að taka þátt í þeirri umbreytingu sem felst í að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og taka upp nýtingu á orkugjöfum sem skilja ekki eftir sig kolefnisútblástur. Vetnisvæðing mun spila stóran þátt í þessum markmiðum og þá skiptir uppbygging innviða höfuðmáli, líka á Íslandi. Þar hyggst íslenska þróunarfélagið VETNIS ekki...
Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.
Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum heims, byggir á að vetni verði framtíðar orkumiðill í komandi orkuskiptum og fráhvarfi frá nýtingu jarðefnaeldsneytis. Þá er gengið út frá því að vetnið verði nýtt í margvíslegum iðnaði og líka í samgöngum til að knýja rafbíla.
Toyota Mirai 2021 hefur opinberlega slegið metið fyrir mestu vegalengd vetnisknúins rafbíls á einni tankfyllingu samkvæmt Heimsmetabók Guinness.
Notkun á vetni í heiminum nam um 115 milljónum tonna á árinu 2020 og fór það að langmestu leyti til iðnaðarframleiðslu, m.a. á ammoníaki og áburði. Þar af framleiðir Kína um 20 milljónir tonna. Gert er ráð fyrir að eftirspurnin vaxi í meira en 200 milljónir tonna árið 2030 og í 530 milljónir tonna árið 2050 samkvæmt „Net Zero by 2050“ skýrslu Alþjó...
Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Þau skuldbundu sig einnig einnig til að leggja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingaráform á árunum 2021 til 2026. Þar af mun Þýskaland leggja til 3 milljarða evra, Ítalía 3 milljarða, Frakkland 2 milljarða, Spánn 1,5 milljarða og gert er ráð fyrir...
Hyzon Motors fyrirtækið sérhæfir sig í smíði lausna fyrir notkun á vetni í efnarafala í ökutæki. Fyrirtækið, sem er með aðsetur í New York-ríki, gaf út tilkynningu í lok júlí að það hafi þróað nýtt vetnisgeymslukerfi sem geti dregið úr þyngd og framleiðslukostnaði atvinnubíla sem búnir eru efnarafölum fyrir vetni.
Vetni virðist vera orðið eins konar töfraorð í loftslagsumræðunni og baráttunni gegn losun koltvísýrings. Vetni, og þá helst það sem nefnt er „grænt vetni,“ á nú að nota til allra hluta, eins og til að knýja rafbíla, rafknúnar járnbrautalestir, skip, flugvélar og til framleiðslu á stáli. Gallinn er bara hversu endurnýjanleg orka til að framleiða ve...
Ísland og Þýskaland eru landfræðilega mjög ólík lönd. Ísland er 103.000 ferkílómetrar og þar eru um 360.000 íbúar, veðurfarið er hráslagalegt og fjarlægðir miklar. Þýskaland er um 357.500 ferkílómetrar – aðeins um þrefalt stærra en Ísland – en þar eru 222 sinnum fleiri íbúar og í landinu er hjarta iðnaðar í Evrópu og orkunotkunin er í samræmi við þ...
Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi, óskar eftir samstarfi um vetnisframleiðslu og hvetur íslenska bændur til að reisa vindorkustöðvar á landareignum sínum. Þetta kemur fram í mjög athyglisverðri grein á bls. 39 í Bændablaðinu í dag. Sendirherrann segir m.a.:
Fyrirtækið Navistar í Bandaríkjunum tekur þátt í innleiðingu nýrra orkugjafa í samgöngur um smíði á vetnisknúnum rafmagnstrukki sem nýtir vetnisefnarafal frá General Motors. Ráðgert er að hann verði farinn að aka um þjóðvegi í Bandaríkjunum eftir þrjú ár, eða 2024, að því er fram kemur í tímaritinu Forbes.
Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna dráttarvél um miðjan júní 2020. Kynningin fór fram á vegum kínversku uppfinningamiðstöðvarinnar CHIAIC (National Institude of Agro-machinery Innovation and creation - CHIAIC) í Luoyang í Henan héraði.
Gerður var samningur um miðjan janúar við framleiðsludeild Thyssenkrupp Uhde Chlorine Engineers á vistvænu vetni (Green Hydrogen product division) í því skyni að byggja 88 megavatta (MW) vatnsrafgreiningarverksmiðju í Kanada. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.
Toyota setti á markað í Bandaríkjunum í byrjun desember, 2021-útgáfu af sportlegum Toyota Mirai sem er búinn efnarafal sem gengur fyrir vetni (hydrogen fuel cells). Fyrsta árgerð þessa bíls kom á markað í Kaliforníu 2015, en nýi bíllinn er verulega mikið breyttur. Þá er hann ekki lengur með framdrifi, heldur afturhjóladrifi eins og alvöru sportbíl...
Nokkrir bílaframleiðendur eru nú að skoða möguleika sína að þátttöku í kapphlaupinu um rafbíla sem knúnir eru vetnis-efnarafal (FCEV). Markaðshlutdeildin er lítil enn sem komið er, enda er innviðauppbygging með vetnisdælustöðvum komin skammt á veg og þykir kostnaðarsöm.
Ástralska fyrirtækið H2X kynnti í sumar þau metnaðarfullu markmið að koma í framleiðslu jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum sem búin verði vetnis-efnarafölum sem knýja rafmótora.
Daimler, framleiðandi Mercedes-Benz hefur unnið að vetnistækni í áratugi. Þar er nú verið að þróa vetnis-efnarafal sem á að skila Benz trukk allt að 1.000 kílómetra á einni tankfyllingu. Þarna er um að ræða næstu kynslóð flutningabíla til nota á löngum akstursleiðum í harðnandi samkeppni bílaframleiðenda um að hemja kolefnisútblástur vegna dísil...
Mercedes Benz, Mitsubishi, Toyota, Hyundai, Volvo og fleiri trukkaframleiðendur hafa greint frá því á síðustu misserum að þeir horfi á vetni sem framtíðarorkugjafa fyrir stór og þung ökutæki, en ekki rafmagn sem geymt er í rafhlöðum.
Að nýta vetni sem orkumiðil á ökutæki hefur verið sagt rétt handan við hornið. Hafa margir séð þetta fyrir sér í hillingum í eina sex áratugi. Bílaframleiðandinn General Motors kynnti frumgerð af metanknúnum rafbíl árið 1966.
Tvær stofnanir í Ísrael hafa nú tekið upp samvinnu við að finna betri lausn á notkun vetnis sem orkugjafa í ökutæki en hingað til hefur verið mögulegt. Er sú lausn talin muni verða lykillinn að því að maðurinn verði ekki lengur háður notkun jarðefnaeldsneytis.