Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Fréttir 16. desember 2021

Stefnt að því að áburðarverksmiðja verði reist á Reyðarfirði

Höfundur: smh

Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.

Unnið er að hagkvæmnisathugun á því að slík verksmiðja verði reist í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands.

Rafeldsneyti og ammoníak

Hugmyndin er að með vetnisfram­leiðslu í orkugarð­inum verði hægt að búa til raf­eldsneyti með raf­grein­ingu, til dæmis amm­oníak – sem hægt verði að nýta til áburðar­fram­leiðslunnar.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor leiðir vinnuna við þróun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun, Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), Landsvirkjun og Fjarðabyggð.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor.

Hann segir að unnið sé að því að kanna hagkvæmni þess að þróa slíkan orkugarð – og samhliða slíka áburðarverksmiðju.

Orkuskipti og áburðarframleiðsla

„Í Orkugarði Austurlands er hugmyndin að þróa leiðir sem gagnast við orkuskipti á Íslandi, sem meðal annars felur í sér að framleiða vetni með rafgreiningu og þannig búa til rafeldsneyti, til dæmis ammoníak sem einnig getur nýst í áburðarframleiðslu.

Ef vel tekst til með verkefnið er von okkar að hægt verði að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota rafeldsneyti í þunga- og skipaflutninga sem og sjávarútveg.

Jafnframt er gert ráð fyrir því að nota hliðarafurðir sem verða til við vetnisframleiðslu í aðra starfsemi.

Þannig verður til súrefni sem getur nýst í landeldi og varmi sem getur nýst í upphitun húsa.

Eins og hefur komið fram opinberlega þá hefur verið samið um samstarf við íslensk fyrirtæki um þróun hugmynda í Orkugarði Austurlands, eins og Atmonia, Laxa og Síldar­vinnsluna,“ segir Magnús.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...