Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Á mynd eru í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia.
Fréttir 16. desember 2021

Stefnt að því að áburðarverksmiðja verði reist á Reyðarfirði

Höfundur: smh

Stefnt er að því að umhverfisvæn áburðarverkmiðja verði reist á Reyðarfirði. Ef áætlanir ganga eftir gæti slík verksmiðja orðið að veruleika eftir fimm til sex ár.

Unnið er að hagkvæmnisathugun á því að slík verksmiðja verði reist í tengslum við verkefnið Orkugarður Austurlands.

Rafeldsneyti og ammoníak

Hugmyndin er að með vetnisfram­leiðslu í orkugarð­inum verði hægt að búa til raf­eldsneyti með raf­grein­ingu, til dæmis amm­oníak – sem hægt verði að nýta til áburðar­fram­leiðslunnar.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor leiðir vinnuna við þróun á verkefninu í samvinnu við Landsvirkjun, Copenhagen Infrasturucture Partners (CIP), Landsvirkjun og Fjarðabyggð.

Magnús Bjarnason hjá MAR Advisor.

Hann segir að unnið sé að því að kanna hagkvæmni þess að þróa slíkan orkugarð – og samhliða slíka áburðarverksmiðju.

Orkuskipti og áburðarframleiðsla

„Í Orkugarði Austurlands er hugmyndin að þróa leiðir sem gagnast við orkuskipti á Íslandi, sem meðal annars felur í sér að framleiða vetni með rafgreiningu og þannig búa til rafeldsneyti, til dæmis ammoníak sem einnig getur nýst í áburðarframleiðslu.

Ef vel tekst til með verkefnið er von okkar að hægt verði að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota rafeldsneyti í þunga- og skipaflutninga sem og sjávarútveg.

Jafnframt er gert ráð fyrir því að nota hliðarafurðir sem verða til við vetnisframleiðslu í aðra starfsemi.

Þannig verður til súrefni sem getur nýst í landeldi og varmi sem getur nýst í upphitun húsa.

Eins og hefur komið fram opinberlega þá hefur verið samið um samstarf við íslensk fyrirtæki um þróun hugmynda í Orkugarði Austurlands, eins og Atmonia, Laxa og Síldar­vinnsluna,“ segir Magnús.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...