Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bandaríska fyrirtækið Navistar hyggst koma með á götuna International RH vetnisknúinn trukk árið 2024. Hann verður búinn efnarafal frá GM sem breytir vetni í raforku fyrir rafmótora sem knýja bílinn áfram. Hann á að komast yfir 800 kílómetra á tankfyllingunni.
Bandaríska fyrirtækið Navistar hyggst koma með á götuna International RH vetnisknúinn trukk árið 2024. Hann verður búinn efnarafal frá GM sem breytir vetni í raforku fyrir rafmótora sem knýja bílinn áfram. Hann á að komast yfir 800 kílómetra á tankfyllingunni.
Mynd / Navistar
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í samgöngur um smíði á vetnisknúnum rafmagns­trukki sem nýtir vetnisefnarafal frá General Motors. Ráðgert er að hann verði farinn að aka um þjóðvegi í Bandaríkjunum eftir þrjú ár, eða 2024, að því er fram kemur í tímaritinu Forbes.

GM mun sjá um að framleiða Hydrotec vetnisefnarafals-„orku­kubb“ til Navistar sem fyrirtækið Lisle í Illinois, mun setja upp og prófa í flota bíla af Internatinal RH gerð. Með áætluninni er ráðgert að koma vetnisbílum í framleiðslu í atvinnuskyni fyrir árið 2024.

Tilraunaútgáfur af bílnum munu verða í akstri fyrir vöruflutninga­bílaþjónustuna JB Hunt og verða vetnis­eldsneytisstöðvar settar upp af OneH2 fyrirtækinu. Það er rekstraraðili fyrir vetniseldsneyti í atvinnuskyni og sér m.a. um að útvega vetni fyrir verksmiðjur og lyftara.
Markmiðið er að Navistar vöru­bílarnir verði með meira en 500 mílna drægni á hverja eldsneytishleðslu, eða yfir 800 kílómetra, og að hægt sé að fylla á tanka með vetni á um það bil 15 mínútum. Var þetta haft eftir Persio Lisboa, stjórnarformanni og forstjóri Navistar. Hann hefur þó ekkert viljað láta uppi um hugsanlegt verð á þessum International RH trukki.

Eru ekki að horfa á eina allsherjarlausn í samgöngumálum

„Við höfum í huga að næsta kynslóð flutningabíla verði mikilvægur hluti af vistkerfislausn og farartæki sem ekki losa CO2 og þar dugi ekki að horfa á eina lausn varðandi orku.“ „Til að flýta fyrir upptöku nýrrar tækni Navistar telur hann samvinnu vera lykilatriði.
„GM er traustur samstarfsaðili á sviði iðnaðar. Eftir umfangsmiklar rannsóknir valdi Navistar GM til samstarfs um efnarafala vegna forystu fyrirtækisins á því sviði á heimsvísu. “

Tilkynningin um þessi áform Navistar komu í kjölfar yfir­lýsinga nýju Biden-stjórnar­innar í Bandaríkjunum um forgangs­röðun varðandi það hvernig Banda­ríkin muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hyggst stjórnin því hvetja til framleiðslu rafknúinna ökutækja.

Framtíðin liggur bæði í notkun á rafhlöðum og efnarafölum

Þó að notkun rafhlaðna sé aðlaðandi valkostur fyrir rafknúna fólksbíla og létta og meðalþunga flutningabíla, þá eru þyngri bílar og trukkar með aftanívanga erfiðari áskorun að leysa með notkun á rafhlöðum. Rafhlöður eru hlutfallslega of þungar miðað við orkurýmd til að knýja þunga bíla um langar vegalengdir. Fyrir vikið myndast tækifæri fyrir alþjóðlegt samstarf um þróun á vetnisknúnum trukkum. Þannig vinnur Nikola, með Bosch og GM. Samstarf hefur einnig verið að mótast milli Toyota og Kenworth, Hyundai Motor og Cummins og Daimler og Volvo Trucks.

Fyrir ökumenn flutningabíla er vetnið áhugaverður kostur fyrir þær sakir að það tekur svipaðan tíma að dæla vetni á bíl og það tekur að fylla á tankinn með dísilolíu. Hleðslutími á rafhlöðum er hins vegar mun lengri.

„Við teljum að bæði rafhlöður og efnarafalatækni verði mikilvægar lausnir á þessum markaði,“ sagði verkfræðingurinn Gary Horvat, sem er aðstoðarforstjóri Navistar. Hann telur að í léttari bíla fyrir 400 til 500 km vegalengdir verði notaðar rafhlöður en efnarafalar fyrir þyngri bíla sem keyra þurfi að komast um 500 til 800 km á tanknum eða meira. 

Hydrotec vetnisefnarafals-„orku­kubbur“ frá General Motors, mun sjá um að umbreyta vetni í rafmagn til að knýja nýjan International RH trukk frá Navistar.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...