Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl
Fréttir 8. febrúar 2021

Hyggjast reisa 88 megavatta rafgreiningarstöð til að framleiða vetni í stórum stíl

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Gerður var samningur um miðjan janúar við framleiðsludeild Thyssenkrupp Uhde Chlorine Engineers á vistvænu vetni (Green Hydrogen product division) í því skyni að byggja 88 megavatta (MW) vatnsrafgreiningarverksmiðju í Kanada. Samningurinn er með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.

Verkefnið snýst um að setja upp rafgreiningarverksmiðju til að framleiða vetni fyrir kanadíska ríkisorkufyrirtækið Hydro-Québec sem er einn stærsti vatnsaflsorku­framleiðandi í Norður-Ameríku. Vatnsgreininga­r­verksmiðjan verður byggð í Varennes í Quebec og á að framleiða 11.100 tonn af grænu vetni árlega.

Bæði vetnið og súrefnið sem er aukaafurð rafgreiningarferlisins, verður notað í lífeldsneytisverksmiðju til að framleiða lífeldsneyti úr sorpi fyrir flutningageirann.

Afl rafgreiningarverksmiðjunnar verður 88 megawött (MW) og verður þetta ein stærsta framleiðslueining fyrir grænt vetni í heiminum. Gangsetning er áætluð síðla árs 2023.

„Þetta verkefni er frábær lýsing á því hversu mikilvægt samspil öruggs aðgangs að samkeppnis­hæfri endurnýjanlegri orku og notkun skalaðrar tækni til vetnis­framleiðslu er,“ segir Sami Pelkonen, framkvæmdastjóri Chemical & Process Technologies rekstrar­einingar Thyssenkrupp.

Denis Krude, forstjóri Uhde, klór­verkfræðideildar Thyssenkrupp, bætir við:

„Quebec sem svæði og Hydro-Québec sem viðskiptavinur bjóða upp á kjöraðstæður til að setja vatnsrafgreiningartækni okkar í margra megavatta kvarða í fyrsta skipti.“

Vetnisframleiðsla með raf­grein­ingu á vatni er vart talin samkeppnishæf sem orkumiðill nema það sé framleitt í stórum skala. Rafgreining vatns frá Thyssenkrupp upp á nokkur hundruð megavött er talin ná þeirri stærðarhagkvæmni sem sóst er eftir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...