Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján Haraldsson, orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Fréttir 16. september 2014

Nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði

Skref í áttina að betra afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum var stigið 3. september þegar iðnaðarráðherra tók formlega í gagnið nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði.
Styrkingar hafa einnig farið fram á Tálknafjarðarlínu og vinna við varaaflsstöð Landsnets í Bolungarvík er langt komin. Hún á að vera tilbúin til notkunar fyrir árslok að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsneti.

Heildarkostnaður við bygg­ingu nýja tengivirkisins og jarðstrengslagnir er um hálfur milljarður króna og kostnaður við varaaflsstöðina í Bolungarvík um einn og hálfur milljarður.

„Það er von okkar að þessi verkefni skili verulega bættu ástandi í raforkumálum hér,“ sagði Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, þegar nýtt tengivirki Landsnets og Orkubús Vestfjarða á Ísafirði var tekið í notkun við athöfn vestra af iðnaðarráðherra, Ragnheiði Elínu Árnadóttur.

Framleitt er mun minna rafmagn á Vestfjörðum en þar er notað og eina tenging svæðisins við byggðalínuhringinn er um svokallaða Vesturlínu. Afhendingaröryggi raforku hefur ekki verið ásættanlegt vestra og hefur það verið forgangsmál hjá Landsneti á undanförnum misserum og árum að bæta þar úr.
Þegar hefur verið komið fyrir sérstökum fjarvörnum á öllum línum Landsnets á Vestfjörðum sem dregur úr líkum á umfangsmiklu straumleysi og auðveldar bilanaleit. Endurbætur hafa farið fram á Tálknafjarðarlínu, bæði í sumar og fyrrasumar, og bygging varaaflsstöðvar í Bolungarvík er langt komin þar sem hægt verður að framleiða allt að 11 megavött (MW) inn á svæðiskerfið með sex dísilvélum. Þá lauk byggingu nýja tengivirkisins á Ísafirði síðsumars og var þörfin fyrir það orðin brýn. Gamla virkið var orðið úr sér gengið tæknilega, auk þess sem það er á snjóflóðahættusvæði í Stórurð og er þar í vegi fyrir nýjum ofanflóðavarnargarði.

Samstarfsverkefni Landsnets og Orkubús Vestfjarða

Nýja tengivirkið er staðsett á iðnaðarsvæðinu á Skeið, innan við Ísafjarðarkaupstað, við hlið kyndistöðvar Orkubús Vestfjarða. 

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...