Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frjótækna, hefur verið tekið í notkun í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu.

Í fréttatilkynningu segir að planið sé að byrja þar og sjá hvernig gengur. Í framhaldinu verður farið að taka það í notkun á fleiri svæðum. Markmiðið er að gera það notendavænt og auðvelda pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frjótækna, minnka til dæmis allar handskriftir sem hafa fylgt núverandi kerfi síðustu áratugina.

Markmiðið er einnig að fækka villum og koma alveg í veg fyrir villur í kerfinu, ásamt því að gera störf frjótækna skilvirkari. Pantanir og skráningar í forritinu eru tengdar við Huppu og uppfærast þar.

Smáforritið Fang er aðgengilegt fyrir Android, iPhone og Windows.

Skylt efni: Smáforritið Fang

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...