Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Húni frá Ragnheiðarstöðum er hæst dæmda hross sem hefur farið út á árinu. Knapi er Helga Una Björnsdóttir.
Mynd / Óðinn Örn
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Samkvæmt tölum WorldFengs – upprunaættbókar íslenska hestsins, munu útflutt hross á árinu 2024 vera 1.318 hross talsins. Hrossin fóru til 19 landa. Árið 2023 voru útflutt hross alls 1.592 og árið 2022 voru þau 2.085 talsins.

Flest hross fóru til Þýskalands sem endranær, 596 talsins, en 154 hross voru flutt til Danmerkur, 125 til Austurríkis og 116 til Svíþjóðar.

Hross fóru einnig til Belgíu, Kanada, Sviss, Finnlands, Færeyja, Frakklands, Bretlands, Grænlands, Ungverjalands, Lúxemborgar, Hollands, Noregs, Póllands, Slóveníu og Bandaríkjanna.

Hæst dæmda útflutta hross það sem af er árinu er Húni frá Ragnheiðarstöðum, efsti hestur í flokki 6 vetra stóðhesta á Landsmóti hestamanna, en hann hlaut þá 8,72 í aðaleinkunn. Hann fór til Danmerkur en eigendur hans eru Flemming Fast og Gitte Fast Lambertsen.

Af öðrum hátt dæmdum útfluttum hrossum hingað til eru Hilmir frá Árbæjarhjáleigu II, Hnokki frá Þóroddsstöðum, Flygill frá Stóra- Ási og Olga frá Lækjarmóti II.

Útflutningur á hrossum lá niðri um nokkurra vikna skeið í sumar vegna viðgerða á farmflugvél Icelandair Cargo sem sér um flutning hrossa frá Íslandi.

Skylt efni: útflutningur hrossa

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...