Glúmur frá Dallandi
Á faglegum nótum 8. janúar 2025

Glúmur frá Dallandi

Höfundur: Þorvaldur Kristjánsson, ráðunautur í hrossarækt.

Einn stóðhestur hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á ráðstefnu fagráðs í október en áður hefur verið fjallað um þá hesta sem hlutu afkvæmaverðlaun í sumar í blaðinu. Þetta er hesturinn Glúmur frá Dallandi en hann náði lágmörkum til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi eftir útreikninga á kynbótamati nú í haust. Glúmur á nú 17 dæmd afkvæmi og er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins. Ræktendum og eigendum, þeim Gunnari og Þórdísi í Dallandi, er óskað innilega til hamingju með þennan árangur. Hér á eftir er yfirlit yfir ættir Glúms og umsögn um afkvæmi.

Faðir: Glymur frá Flekkudal
Móðir: Orka frá Dallandi

Umsögn um afkvæmi: Glúmur frá Dallandi gefur hross um meðallag að stærð með myndarlegt höfuð og vel opin augu. Hálsinn er hvelfdur, mætti vera hærra settur en herðar eru háar og bógar skásettir. Bakið er burðugt og lendin öflug. Afkvæmin eru hlutfallarétt, jafnvaxin og sterklega gerð, þrekin á bolinn. Fætur eru öflugir, hófar efnisþykkir. Glúmur gefur rúm, skrefmikil og hágeng hross sem eru yfirleitt fljót að ná jafnvægi á gangi, í meðallagi reist í reið. Þau eru rúm og takthrein á tölti, mættu vera svifmeiri og rýmri á brokki. Greiða stökkið er rúmt, hæga stökkið jafnvægisgott og takthreint. Glúmur gefur prúð hross með sterka yfirlínu og virkjamikið skref, viljug og yfirveguð, hann hlýtur fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...