Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands, Haukur Bjarnason (t.h.), og fráfarandi formaður, Jón Þorberg Steindórsson, takast hér í hendur á aðalfundinum í Borgarnesi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formaður Gæðingadómarafélags Íslands.

Hann var kjörinn á aðalfundi félagsins í Borgarnesi á dögunum. Haukur tekur við embættinu af Jóni Þorbergi Steindórssyni.

„Ég er mjög spenntur fyrir komandi árum hjá félaginu. Tel að það sé uppgangur og aukinn áhugi á gæðingakeppni almennt, bæði hér heima og erlendis. Sáum góða þátttöku síðastliðið sumar og frábærar sýningar á Landsmóti og Norðurlandamóti auk allra félagsmóta og úrtökur um allt land. Það er einnig gaman að sjá gæðingakeppni í auknum mæli á vetrarmótum hjá hestamannafélögum um allt land,“ segir Haukur.

Félagar Gæðingadómarafélagsins eru um 60 talsins og annan eins fjölda gæðingadómara má finna erlendis. Markmið félagsins er að vera málsvari félagsmanna, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og koma fram fyrir þeirra hönd gagnvart viðsemjendum. Auk þess að stuðla að góðri menntun og þjálfun dómara og að stuðla að bættum gæðum í vinnu dómara, m.a. með endurmenntun og eftirliti með störfum þeirra, t.d. að sjá til þess að dómurum sé ávallt tryggð sem best starfsaðstaða.

„Það eru mikil tækifæri fram undan hjá félaginu þar sem gæðingakeppni er frábært form á keppnisvellinum fyrir alla á öllum aldri og margar ólíkar hestgerðir. Félagið mun halda áfram að leggja áherslu á að mennta sína dómara ásamt því að miðla til hestamanna almennt jákvæðri og hestvænni hestamennsku á okkar frábæra hestakyni um allan heim,” segir Haukur.

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...