Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gaussin vetnistrukkurinn verður búinn tveim 402 hestafla rafmótorum.
Gaussin vetnistrukkurinn verður búinn tveim 402 hestafla rafmótorum.
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 keppnis­trukk, sem er fyrsta vetnisknúna farartæki heims sem hannað er til að keppa í Dakar-rallinu í Sádi-Arabíu árið 2022.

Þetta er flutningabíll sem mun keppa í akstri yfir sandöldurnar til að sýna fram á getu vetnisknúins rafmagnsbíls sem er búinn efnarafal sem umbreytir vetni í raforku fyrir mótorana.  

H2 keppnisbíllinn er fyrsta gerðin í nýju línu vörubíla frá Gaussin sem er mengunarlaus og 100 prósent vetnisrafbíll. Hann á að koma á markað árið 2022. Hönnun bílsins var þróuð af hinu virta ítalska fyrirtæki Pininfarina. Vörubíllinn er tilbúinn til að þola allar erfiðar aðstæður sem eyðimörkin býður upp á.

Búinn tveimur 402 hestafla mótorum

H2 kappakstursbíllinn verður knúinn tveimur rafmótorum sem munu skila 402 hestöflum hvor (300 kW). Efnarafallinn sem umbreytir vetninu getur framleitt 510 hö (380 kW) og eru vetnistankar fyrir 80 af eldsneyti.

Bíllinn verður einnig búinn 82 kWh rafhlöðu sem á að nýtast í eyðimerkurkappakstrinum. Þá verður aksturshraðinn takmarkaður  við 140 km á klukkustund til að uppfylla Dakar reglur.

Vetniskerfi bílsins er hannað fyrir ofurléttan undirvagn og hægt verður að fylla á  vetnistankana á innan við 20 mínútum. Þá á bíllinn að  komast allt að 400 km á einni tankfyllingu. 

Gaussin-liðið þróaði kapp­akstursbílinn á aðeins ári. Teymið tókst á við tæknilegar áskoranir vetnisknúins bíls. Var efnarafall prófaður við erfiðar aðstæður sem gengu lengra en staðlaðar kröfur framleiðenda gerir við hönnun vörubíla fyrir vegarekstur.

Reynslan úr Dakar-rallinu nýtt við frekari þróun

Frammistöðugögn, sem safnað er í Dakar rallinu á næsta ári, munu hjálpa til við þróun á vörubíl fyrirtækisins sem á að frumsýna nú á árinu 2022. 

Gaussin ætlar að setja á markað fjögur önnur afbrigði af mengunarlausa vörubílnum. Það er dráttarbíll, sjálfstýrður vörubíll, einn sendibíll og verktakabíll. Öll uppbygging og hönnun nýju ökutækjanna mun taka mið af tæknikröfum sem tengjast vetni og rafdrifnum bílum. 

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...