Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu
Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Þau skuldbundu sig einnig einnig til að leggja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingaráform á árunum 2021 til 2026. Þar af mun Þýskaland leggja til 3 milljarða evra, Ítalía 3 milljarða, Frakkland 2 milljarða, Spánn 1,5 milljarða og gert er ráð fyrir að um 1 milljarður evra komi bæði frá Póllandi og Rúmeníu.
Enn fremur var hleypt af stokkun á árinu 2020 mikilvægu verkefni ESB um sameiginlega hagsmuni Evrópu í vetni (Important Project of Common European Interest - IPCEI). Á þetta verkefni að flýta fyrir stofnun evrópskrar vetnisverðmyndunarkeðju.
Metnaðarstig er mismunandi milli landa, en er greinilega hátt í sumum tilfellum. Þannig stefnir Þýskaland að því að byggja upp 5 GW framleiðslugetu á vetni fyrir árið 2030 sem lið í að ná því markmiði að vera þá komið með 90-110 TWh vetnisnotkun á landsvísu. Þetta er um það bil 4% af heildarorkunotkun Þýskalands.
Til að ná þessum áformum hefur Þýskaland tryggt 9 milljarða evra fjármögnun í gegnum vetnisvæðingarstefnu ríkisins.
Áætlanir Frakklands eru enn metnaðarfyllri með markmið um rafgreiningargetu upp á 6,5 GW árið 2030 og með 7 milljarða evra framlagi af opinberu fé til ársins 2030 til að kynna vetnisnotkun í iðnaði og samgöngum.
Ítalía hefur einnig samþykkt innlenda vetnisstefnu sem miðar fyrst og fremst að 5 GW rafgreiningargetu árið 2030, eða 2% af heildarorkuþörf landsins. Það aukist síðan upp í 20% af endanlegri orkuþörf árið 2050.
Spánn stefnir á 4 GW af rafgreiningargetu, sem á að ná með 9 milljarða evra ríkisframlagi og einkafjárfestingu fyrir árið 2030.
Bretland stefnir hátt í vetnisvæðingu
Bretland er nú komið út úr ESB og afhjúpaði stefnu sína í ágúst 2021 um að þróa það sem stjórnvöld skilgreina sem „leiðandi vetnisbúskap í heiminum“. Þar er vetni skilgreint sem lykilþáttur í orkuskiptum, sérstaklega í rafmagni, iðnaði og að hluta til í flutningageiranum.
Að framboðssíðunni er aðalmarkmiðið að þróa 5 GW kolefnisvetnisframleiðslugetu árið 2030 (svipað og Þýskaland og Ítalía). Það á að leiða til að um 20-35% af orkunotkun landsins verði með vetni árið 2050.
Á eftirspurnarhliðinni er markmiðið að láta vetni gegna mikilvægu hlutverki við að kolefnisjafna þá geira sem nú nota vetni sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti, svo sem í efnaiðnaði og olíuhreinsunarstöðvum, sem og svo til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Einnig til að framleiða rafmagn í ákveðum flutningum.
Um 10% breskra heimila verði kynt með vetni árið 2035
Athygli vekur hversu miklar væntingar eru til Bretlands varðandi hlutverk vetnis í hitaveitum fyrir íbúðarhúsnæði. Það gerir ráð fyrir að um það bil 1 TWh (Terawattstundir) af heimilishitunarþörfinni komi frá vetni árið 2030. Það myndi gera 67.000 heimilum kleift að skipta úr jarðgasi í vetni á hverju ári. Stefnan miðar síðan á að skala verkefnið upp í 45 TWh fyrir árið 2035, til að ná til 10% af heimilishitunarþörfinni með vetni árið 2035.
Vetni verði notað á stóra bíla og lestir
Í samgöngumálum er mikilvægt að nefna að í stefnunni er ekki gert ráð fyrir að nota vetni á fólksbíla, heldur aðeins þá hluti sem erfiðara verður að rafvæða, svo sem siglingar, flug, vörubíla, rútur og lestir.
Vetnið skapi 100.000 störf árið 2050
Áætlunin gerir ráð fyrir að vetnisbúskapur í Bretlandi verði 900 milljóna punda virði og skapi yfir 9.000 störf fyrir árið 2030. Einnig að hugsanlega hækki hann í 100.000 störf og 13 milljarða punda árið 2050.