Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ráðgert er að vetni komið við sögu í flestum þáttum samgangna i framtíðinni. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á síðasta ári áætlanir sínar um Airbus Zero e flugvélar framtíðarinnar sem munu nota vetni sem orkugjafa.
Ráðgert er að vetni komið við sögu í flestum þáttum samgangna i framtíðinni. Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á síðasta ári áætlanir sínar um Airbus Zero e flugvélar framtíðarinnar sem munu nota vetni sem orkugjafa.
Fréttir 14. október 2021

Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn setja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingu

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Nokkur ríki innan ESB samþykktu vetnisstefnu árið 2020. Það voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn. Þau skuldbundu sig einnig einnig til að leggja 11,5 milljarða evra í vetnisvæðingaráform á árunum 2021 til 2026. Þar af mun Þýskaland leggja til 3 milljarða evra, Ítalía 3 milljarða, Frakkland 2 milljarða, Spánn 1,5 milljarða og gert er ráð fyrir að um 1 milljarður evra komi bæði frá Póllandi og Rúmeníu.

Enn fremur var hleypt af stokkun á árinu 2020 mikilvægu verkefni ESB um sameiginlega hagsmuni Evrópu í vetni (Important Project of Common European Interest - IPCEI). Á þetta verkefni að flýta fyrir stofnun evrópskrar vetnisverðmyndunarkeðju.

Metnaðarstig er mismunandi milli landa, en er greinilega hátt í sumum tilfellum. Þannig stefnir Þýskaland að því að byggja upp 5 GW framleiðslugetu á vetni fyrir árið 2030 sem lið í að ná því markmiði að vera þá komið með 90-110 TWh vetnisnotkun á landsvísu. Þetta er um það bil 4% af heildarorkunotkun Þýskalands.

Til að ná þessum áformum hefur Þýskaland tryggt 9 milljarða evra fjármögnun í gegnum vetnis­væðingarstefnu ríkisins.

Áætlanir Frakklands eru enn metnaðarfyllri með markmið um rafgreiningargetu upp á 6,5 GW árið 2030 og með 7 milljarða evra framlagi af opinberu fé til ársins 2030 til að kynna vetnisnotkun í iðnaði og samgöngum.

Ítalía hefur einnig samþykkt innlenda vetnisstefnu sem miðar fyrst og fremst að 5 GW rafgreiningargetu árið 2030, eða 2% af heildarorkuþörf landsins. Það aukist síðan upp í 20% af endanlegri orkuþörf árið 2050.

Spánn stefnir á 4 GW af rafgreiningargetu, sem á að ná með 9 milljarða evra ríkisframlagi og einkafjárfestingu fyrir árið 2030.

Bretland stefnir hátt í vetnisvæðingu

Bretland er nú komið út úr ESB og afhjúpaði stefnu sína í ágúst 2021 um að þróa það sem stjórnvöld skilgreina sem „leiðandi vetnisbúskap í heiminum“. Þar er vetni skilgreint sem lykilþáttur í orkuskiptum, sérstaklega í rafmagni, iðnaði og að hluta til í flutningageiranum.

Að framboðssíðunni er aðalmarkmiðið að þróa 5 GW kolefnisvetnisframleiðslugetu árið 2030 (svipað og Þýskaland og Ítalía). Það á að leiða til að um 20-35% af orkunotkun landsins verði með vetni árið 2050.

Á eftirspurnarhliðinni er markmiðið að láta vetni gegna mikilvægu hlutverki við að kolefnisjafna þá geira sem nú nota vetni sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti, svo sem í efnaiðnaði og olíuhreinsunarstöðvum, sem og svo til upphitunar íbúðarhúsnæðis. Einnig til að framleiða rafmagn í ákveðum flutningum.

Um 10% breskra heimila verði kynt með vetni árið 2035

Athygli vekur hversu miklar væntingar eru til Bretlands varðandi hlutverk vetnis í hitaveitum fyrir íbúðarhúsnæði. Það gerir ráð fyrir að um það bil 1 TWh (Terawattstundir) af heimilis­hitunarþörfinni komi frá vetni árið 2030. Það myndi gera 67.000 heimilum kleift að skipta úr jarðgasi í vetni á hverju ári. Stefnan miðar síðan á að skala verkefnið upp í 45 TWh fyrir árið 2035, til að ná til 10% af heimilis­hitunarþörfinni með vetni árið 2035.

Vetni verði notað á stóra bíla og lestir

Í samgöngumálum er mikilvægt að nefna að í stefnunni er ekki gert ráð fyrir að nota vetni á fólksbíla, heldur aðeins þá hluti sem erfiðara verður að rafvæða, svo sem siglingar, flug, vörubíla, rútur og lestir.

Vetnið skapi 100.000 störf árið 2050

Áætlunin gerir ráð fyrir að vetnisbúskapur í Bretlandi verði 900 milljóna punda virði og skapi yfir 9.000 störf fyrir árið 2030. Einnig að hugsanlega hækki hann í 100.000 störf og 13 milljarða punda árið 2050.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...