Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Evrópusambandið veðjar á vetni í þungaflutningum framtíðarinnar
Fréttir 26. júní 2020

Evrópusambandið veðjar á vetni í þungaflutningum framtíðarinnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mercedes Benz, Mitsubishi, Toyota, Hyundai, Volvo og fleiri trukkaframleiðendur hafa greint frá því á síðustu miss­erum að þeir horfi á vetni sem framtíðarorkugjafa fyrir stór og þung ökutæki, en ekki rafmagn sem geymt er í rafhlöðum. Nú hefur framkvæmdastjórn Evrópu­sambandsins undirstrikað þessi sjónarmið og segir að vetnið muni leika lykilhlutverk í baráttunni við að ná loftslags­markmiðum í framtíðinni.

Vetnisbílar eru í raun rafbílar í þeim skilningi að þeir eru knúnir áfram af rafmótorum. Í stað þess að fá raforku frá endurhlaðanlegum rafgeymum, þá fá þeir sína raforku frá efnarafölum sem umbreyta vetni í rafmagn.

Auk framkvæmdastjórnar ESB, þá samþykkti ríkisstjórn Þýskalands í síðustu viku að auka framleiðslu á vetni í sínum langtímamarkmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Er talið að vetnisframleiðsla geti eytt þeim vandamálum sem skapast við að framleiða óstöðuga raforku inn á raforkukerfið með vindmyllum og sólarorkurafstöðvum. Þýska stjórnin áætlar að setja 9 milljarða evra í vetnisframleiðslu í Þýskalandi auk tveggja milljarða evra til framkvæmda við vetnisorku í þróunarlöndum.

100 vetnisstöðvar í Þýskalandi fyrir árslok 2020

Haft er eftir Andreas Schauer, samgöngumálaráðherra Þýskalands, á vefsíðu Energy World, að 100 vetnisdreifingarstöðvar verði komnar í gagnið fyrir árslok 2020. Síðan muni bætast við 10 til 15 stöðvar á ári sem muni gera vetnisdreifingarkerfið í Þýskalandi það öflugasta í Evrópu.

Þá er bent á að Japanir hafi fjárfest gríðarlega í vetnistækninni á liðnum árum. Sömu sögu sé að segja af Kína og Suður-Kóreu sem hafi komið sér upp sérstakri vetnisáætlun líkt og Ástralía, Noregur og Holland.
Mun leika lykilhlutverk sem orkugjafi í þungaflutningum

Sem stendur kemur aðeins um 1% af orkunni sem notuð er í Evrópu úr vetni, en vetni er að mestu notað við áburðarframleiðslu og í hreinsunarstöðvum og þá kallað „grátt“ vetni. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur nú að hreint vetni muni í framtíðinni leika lykilhlutverk sem orkugjafi í þungaflutningum. Það er nú hluti af svonefndri „grænni“ orkustefnu sambandsins, „European Green Deal“, sem kynnt var í desember 2019 og innleiða átti nú í júní 2020. Þar segir að framkvæmdastjórnin hafi ákveðið að leggja fram stefnu um vetni samhliða stefnu um innleiðingu orkukerfis. Á vetni að hjálpa til við að ýta kolefnisorkugjöfum til hliðar í framtíðinni og þá stefnu að gera Evrópu kolefnishlutlausa árið 2050. Ekki er þó  sérlega líklegt að sú spá rætist miðað við núverandi raforkuframleiðslu og spár um mikilvægi kola og olíu við þá framleiðslu á næstu áratugum.

Vetni sem geymslumiðill orku í stað rafhlaðna

Þessi áhersla á vetnið er samt áhugaverð í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnmálamenn hafa lagt á rafbílavæðingu ökutækja sem geyma orkuna á rafhlöðum. Nú hafa stórir vörubílaframleiðendur komist að því að slík lausn er ekki raunhæf við vöruflutninga á löngum vegalengdum. Þess vegna hafa menn á nýjan leik veðjað á vetnið sem fyrir mörgum árum þótti ákjósanlegt en var svo að mestu lagt til hliðar í umræðunni.

Í apríl síðastliðinn kynnti framkvæmdastjórnin rannsókn um áhrif af notkun á metangasi og vetni í samgöngum á innviði í kerfinu. Vetnisstefna Evrópusambandsins var kynnt 26. maí síðastliðinn með því sem heitir „EU Hydrogen Strategy Roadmap“. Lokað var fyrir framlagningu athugasemda þann 8. júní. Ráðgert er að gefa stefnuna formlega út nú á öðrum ársfjórðungi 2020.

Þótt vetnið sé mun óhagkvæmari orkugjafi en til dæmis bensín og dísilolía, þá hefur það þann kost að auðveldara er að geyma orkuna í formi vetnis en raforku á rafhlöðum. Hægt er að framleiða vetni með öllum öðrum orkugjöfum. Þá er ljóst að vindmyllur, og sólarorkuver sem framleiða mjög óstöðugt rafmagn geta hentað mjög vel til að framleiða vetni þegar vindurinn blæs eða sólin skín. Sama má segja um sjávarfalla- og ölduvirkjanir. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...