Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Hjörtur Bergmann Jónsson.
Hjörtur Bergmann Jónsson.
Mynd / ál
Fréttir 23. febrúar 2024

Nýr formaður kjörinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Bergmann Jónsson var kjörinn formaður deildar skógarbænda á fundi deildarinnar í liðinni viku. Jóhann Gísli Jóhannsson hefur stigið til hliðar eftir næstum ellefu ára formennsku.

Hjörtur segir nýtt hlutverk leggjast vel í sig og reiknar hann með að þetta verði spennandi og skemmtilegt. Hann hafi þó tekið sér nokkurra vikna umhugsunarfrest áður en hann gaf kost á sér í embættið.

Aðspurður um brýnustu verkefnin hjá deild skógarbænda, svarar Hjörtur því að afurðamál ásamt kolefnisbindingu nýrri og eldri skóga séu ofarlega á blaði. Þá þurfi að efla félagsstarf og samvinnu milli deildar skógarbænda og landshlutafélaganna ásamt því að auka samstarf við félög og stofnanir sem komi að skógrækt og landgræðslu. Hjörtur telur mikilvægt að fjölga þeim skógarbændum sem séu félagsmenn í Bændasamtökum Íslands til að gefa þeim meiri slagkraft innan samtakanna. Nú fái skógarbændur einungis að senda tvo fulltrúa á Búnaðarþing. Allar búgreinar þurfi að vinna saman að framgangi landbúnaðarins, hvort sem það séu skógarbændur, sauðfjárbændur eða aðrir. Þótt sjónarmið séu mismunandi milli búgreina þýði ekki að þær geti ekki fundið leiðir til að mætast á miðri leið.

„Við þurfum að finna einhvern sameiginlegna flöt þar sem við getum unnið saman að góðum málum og það hefst með samtali.“ Hjörtur er kvæntur Hrönn Guðmundsdóttur, sem var framkvæmdastjóri Landssambands skógareigenda (LSE) um árabil og hefur verið virk í félagsstarfi sinnar búgreinar. LSE sameinaðist Bændasamtökum Íslands árið 2021 og nefnist nú deild skógarbænda.

Saman hafa þau ræktað skóg úr landi Lækjar í Ölfusi frá því í kringum aldamótin.

Skylt efni: skógarbændur

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...