Nýr forstöðumaður hjá Biobú
Ása Hlín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú. Hún starfaði áður hjá fyrirtækjasviði Landsbankans.
Matvælafyrirtækið Biobú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- og kjötafurðum en það var stofnað árið 2003.
Ása Hlín er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist í júní 2021. Ása Hlín er Selfyssingur í húð og hár. „Biobú framleiðir lífræna mjólk, jógúrt og osta.
Mjólkin sem notuð er hjá okkur kemur frá fjórum búum, Búlandi í Austur-Landeyjum, Neðra-Hálsi í Kjós, Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Eyði-Sandvík í Árborg, sem fékk einmitt nýverið vottun á sína lífrænu mjólk.
Biobú hóf fyrr á þessu ári framleiðslu á lífrænum kjötvörum; hakki, hakkabollum og gúllasi úr nautgripakjöti og auk þess nautalundum, nautafillet og rib eye. Fyrirtækið hefur gert samning við Sláturhús Vesturlands, sem fékk í lok síðasta árs lífræna vottun, um að þjónusta slátrun gripa frá bæjunum sem framleiða lífrænu mjólkina.