Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ása Hlín Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.
Ása Hlín Gunnarsdóttir, sem hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.
Mynd / Aðsend
Fréttir 12. janúar 2022

Nýr forstöðumaður hjá Biobú

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ása Hlín Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú. Hún starfaði áður hjá fyrirtækjasviði Landsbankans.

Matvælafyrirtækið Biobú sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- og kjötafurðum en það var stofnað árið 2003.

Ása Hlín er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands en hún útskrifaðist í júní 2021. Ása Hlín er Selfyssingur í húð og hár. „Biobú framleiðir lífræna mjólk, jógúrt og osta.

Mjólkin sem notuð er hjá okkur kemur frá fjórum búum, Búlandi í Austur-Landeyjum, Neðra-Hálsi í Kjós, Skaftholti í Gnúpverjahreppi og Eyði-Sandvík í Árborg, sem fékk einmitt nýverið vottun á sína lífrænu mjólk.

Biobú hóf fyrr á þessu ári framleiðslu á lífrænum kjötvörum; hakki, hakkabollum og gúllasi úr nautgripakjöti og auk þess nautalundum, nautafillet og rib eye. Fyrirtækið hefur gert samning við Sláturhús Vesturlands, sem fékk í lok síðasta árs lífræna vottun, um að þjónusta slátrun gripa frá bæjunum sem framleiða lífrænu mjólkina.

Skylt efni: Biobú

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...