Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Fréttir 29. desember 2014

Nýr heiðurskonsúll Rússlands skipaður á Sauðárkróki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, hefur skipað Ólaf Ágúst Andrésson heiðurskonsúl, eða ræðismann, Rússlands á Sauðárkróki en embættið nær um norðanvert landið frá Ísafirði til Egilsstaða.

Við athöfnina sagði sendiherrann að í ár væru 100 ár liðin frá því að fyrsti ræðismaður Rússlands hefði verið skipaður í embætti og af því mætti sjá að samskipti og vinátta landanna væru bæði byggð á gömlum merg og væru trygg.

Á meðal verkefna ræðismanna er að gæta hagsmuna sendiríkis og ríkisborgara, jafnt einstaklinga sem lögaðila í viðtökuríkinu, innan þeirra takmarka sem þjóðaréttur setur, stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti, gefa út vegabréf og ferðaskilríki til handa ríkisborgurum sendiríkisins og staðfestingaráritanir.

Að lokinni ræðu sendiherrans þakkaði Ágúst fyrir þann heiður sem honum hafi verið veittur með skipuninni og að hann mundi gera sitt ýtrasta til að sinna skyldum sínum af kostgæfni.

Skylt efni: Rússland

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...