Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev og Ólafur Ágúst Andrésson heiðurskonsúl,
Fréttir 29. desember 2014

Nýr heiðurskonsúll Rússlands skipaður á Sauðárkróki

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sendiherra Rússlands á Íslandi, Anton Vasiliev, hefur skipað Ólaf Ágúst Andrésson heiðurskonsúl, eða ræðismann, Rússlands á Sauðárkróki en embættið nær um norðanvert landið frá Ísafirði til Egilsstaða.

Við athöfnina sagði sendiherrann að í ár væru 100 ár liðin frá því að fyrsti ræðismaður Rússlands hefði verið skipaður í embætti og af því mætti sjá að samskipti og vinátta landanna væru bæði byggð á gömlum merg og væru trygg.

Á meðal verkefna ræðismanna er að gæta hagsmuna sendiríkis og ríkisborgara, jafnt einstaklinga sem lögaðila í viðtökuríkinu, innan þeirra takmarka sem þjóðaréttur setur, stuðla að aukningu viðskiptalegra, efnahagslegra, menningarlegra og vísindalegra samskipta sendiríkisins og viðtökuríkisins og efla með öðrum hætti vinsamleg samskipti, gefa út vegabréf og ferðaskilríki til handa ríkisborgurum sendiríkisins og staðfestingaráritanir.

Að lokinni ræðu sendiherrans þakkaði Ágúst fyrir þann heiður sem honum hafi verið veittur með skipuninni og að hann mundi gera sitt ýtrasta til að sinna skyldum sínum af kostgæfni.

Skylt efni: Rússland

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...