Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Mynd / ÍSOR
Fréttir 13. desember 2023

Nýtt jarðhitaleitarátak í pípunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jarðhitaleitarátak er hafið fyrir tilstilli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur ráðuneytið staðfest tillögur stjórnar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til verkefna um leit og nýtingu jarðhita.

Orkusjóði var í vor falið að sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023- 2025, þar sem áhersla væri lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.

Alls bárust 25 umsóknir til Orkusjóðs, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna sem skiptist þannig að HEF veitur ehf. fengu hæsta styrkinn, tæpar 135 m.kr. í verkefnið Búlandsnes-Djúpivogur. Orkubú Vestfjarða fékk þrjá styrki; rúma 91 m.kr. í 1. áfanga jarðhitaleitar á Ísafirði og Patreksfirði, rúma 51 m.kr. í 2. áfanga Geirseyrar/ Patreksfjarðar og rúmar 45 m.kr. í 2. áfanga á Ísafirði.

Vopnafjarðarhreppur fékk 40 m.kr. úthlutað vegna Selárdalslaugar, Grundafjarðarbær 34 m.kr. í orkuskipti sundlaugar, grunnskóla og íþróttahúss, Kaldrananeshreppur rúmar 25 m.kr. í hitaveituvæðingu bæjartorfunnar og Skaftárhreppur 25 m.kr. til jarðhitarannsókna í hreppnum.

Í skýrslu Íslenskra orkurannsókna fyrr á árinu kom fram að meirihluti hitaveitna landsins stendur frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Undanfarin tíu ár hefur húshitunarkostnaður verið niðurgreiddur sem nemur um 2,5 milljörðum á ári. Jarðhitaleitarátakið nú er hið fyrsta á Íslandi í fimmtán ár.

Skylt efni: orkumál | jarðhitaleit

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...