Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Mynd / ÍSOR
Fréttir 13. desember 2023

Nýtt jarðhitaleitarátak í pípunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jarðhitaleitarátak er hafið fyrir tilstilli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur ráðuneytið staðfest tillögur stjórnar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til verkefna um leit og nýtingu jarðhita.

Orkusjóði var í vor falið að sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023- 2025, þar sem áhersla væri lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.

Alls bárust 25 umsóknir til Orkusjóðs, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna sem skiptist þannig að HEF veitur ehf. fengu hæsta styrkinn, tæpar 135 m.kr. í verkefnið Búlandsnes-Djúpivogur. Orkubú Vestfjarða fékk þrjá styrki; rúma 91 m.kr. í 1. áfanga jarðhitaleitar á Ísafirði og Patreksfirði, rúma 51 m.kr. í 2. áfanga Geirseyrar/ Patreksfjarðar og rúmar 45 m.kr. í 2. áfanga á Ísafirði.

Vopnafjarðarhreppur fékk 40 m.kr. úthlutað vegna Selárdalslaugar, Grundafjarðarbær 34 m.kr. í orkuskipti sundlaugar, grunnskóla og íþróttahúss, Kaldrananeshreppur rúmar 25 m.kr. í hitaveituvæðingu bæjartorfunnar og Skaftárhreppur 25 m.kr. til jarðhitarannsókna í hreppnum.

Í skýrslu Íslenskra orkurannsókna fyrr á árinu kom fram að meirihluti hitaveitna landsins stendur frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Undanfarin tíu ár hefur húshitunarkostnaður verið niðurgreiddur sem nemur um 2,5 milljörðum á ári. Jarðhitaleitarátakið nú er hið fyrsta á Íslandi í fimmtán ár.

Skylt efni: orkumál | jarðhitaleit

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...