Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Fréttir 24. ágúst 2021

Óskað eftir framkvæmdaleyfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Vegagerðin hefur óskað eftir að Blönduósbær veiti framkvæmda­leyfi til að hægt sé að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringvegi austan Blönduóss og að nýverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú yfir Laxá í Refasveit.

Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Fjallað var um málið á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar nýverið. Þar kom fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar og var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...