Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Fréttir 24. ágúst 2021

Óskað eftir framkvæmdaleyfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Vegagerðin hefur óskað eftir að Blönduósbær veiti framkvæmda­leyfi til að hægt sé að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringvegi austan Blönduóss og að nýverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú yfir Laxá í Refasveit.

Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Fjallað var um málið á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar nýverið. Þar kom fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar og var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...