Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ráðstefna um landbúnað á norðurslóðum
Fréttir 30. ágúst 2016

Ráðstefna um landbúnað á norðurslóðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Níunda ráðstefna Samtaka landbúnaðarins á norðurslóðum verður haldin á Hótel Sögu 6. til 8. október næstkomandi. Samtökin eru óformleg og samanstanda af áhugafólki um landbúnað í löndunum í kringum Norðurpólinn.

Megináherslan á ráðstefnunni er lífhagkerfi norðurslóða og hvernig það tengist landbúnaði.
Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að ráðstefnan sé vettvangur fyrir alla sem hafi áhuga á landbúnaði á norðurslóðum og ekki síst bændur til að kynnast nýjum rannsóknum, stefnum og straumum og kynna sín sjónarmið. „Í mínum huga er þetta ekki eingöngu ráðstefna þar sem fræðimenn kynna sínar rannsóknir fyrir öðrum fræðimönnum, heldur samstarfsvettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á landbúnaði á norðurslóðum.

Burðarásar ráðstefnanna eru þekkingarstofnanir í landbúnaði í þátttökulöndunum, einkum háskólar og rannsóknastofnanir. Matís er í forsvari fyrir ráðstefnuna að þessu sinni auk þess sem Landbúnaðarháskólinn kemur einnig að henni. Ráðstefnurnar eru einnig skemmtilegur vettvangur fyrir þá sem eru í ráðgjöf tengdri landbúnaði, bændur og þá sem vinna að einhvers konar nýsköpun í landbúnaði.“

Í annað sinn á Íslandi

Samtökin voru formlega stofnuð í Tromsö í Noregi árið 1995 í kjölfar ráðstefnu um landbúnað á norðurslóðum sem var haldin í Yokon í Kanada þremur árum áður. Verkefni félagsskaparins er að halda ráðstefnur þar sem fjallað er um landbúnað á norðurslóðum með fjölbreyttum hætti, svo sem eins og nýjustu þekkingu, hvernig hann er stundaður og fjalla um stefnumörkun hans í löndunum sem eiga fulltrúa innan þeirra.

Samtökin standa fyrir ráðstefnum á þriggja ára fresti og er ráðstefnan í október sú níunda í röðinni og í annað sinn sem hún er haldin hér á landi.

Óformleg mörk

Áslaug segir að löndin sem eru virkust í starfi samtakanna séu Ísland, Noregur, Kanada, Nýfundnaland, auk Alaska og Rússlands. „Mörkin sem miðað er við þegar er talað um norðurslóðir er heimskautabaugurinn en við og Nýfundnaland erum til dæmis fyrir sunnan hann þannig að mörkin eru ekki alveg skýr. Formlega séð eru hluti af Finnlandi og Svíþjóð á norðurslóðum en þau lönd hafa ekki verið virk innan samtakanna.“

Lífhagkerfi norðurslóða

Áherslan á ráðstefnunni að þessu sinni er lífhagkerfi norðurslóða og hvernig það tengist landbúnaði. „Við komum því til með að leggja áherslu á matvælaframleiðslu á norðurslóðum og nýsköpun á þeim vettvangi.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...