Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%
Fréttir 30. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67%

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturfélag Suðurlands (SS) hækkaði í síðustu viku afurðaverð til sauðfjárbænda. Reiknað afurðaverð hækkar um 0,67 prósent miðað við áður útgefna verðskrá.

Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands hækkar reiknað afurðaverð SS í 1.050 krónur á kíló dilkakjöts, með öllum álagsgreiðslum, en afurðastöðvar á vegum Kaupfélags Skagfirðinga greiða 1.055 krónur samkvæmt reiknuðu afurðaverði.

Hækkar landsmeðaltal um eina krónu á kílóið við þessa breytingar, fer úr 1.053 krónum í 1.054 krónur á kíló dilka.

Útreikningar Bændasamtaka Íslands á reiknuðu afurðaverði byggja á landsmeðaltali slátrunar og kjötmats í vikum 34–44 árið 2023.

Vægi einstakra vikna í verðinu byggir á sláturmagni á landinu öllu og sömuleiðis kjötmati á landinu öllu eftir einstökum vikum haustið 2023. Vægi afurðastöðva í landsmeðaltali er síðan eftir hlutdeild þeirra í slátrun á tímabilinu í heild.

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...