Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Iðnaðarhampsyrkið Finola er langvinsælasta yrkið í ræktun hér á landi.
Iðnaðarhampsyrkið Finola er langvinsælasta yrkið í ræktun hér á landi.
Mynd / Fóðurblandan
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn af fræi iðnaðarhamps það sem af er þessu ári. 

Auk þess sem eitthvað er enn til af fræjum frá því á síðasta ári. Langmest er flutt inn af yrkinu Finola.

Stærri innflytjendur segja söluna minni en á síðasta ári og vísa til þess að mesta nýjabrumið við ræktunina sé liðið og að samdrátturinn komi ekki á óvart.

Sigurður Hólmar Jóhannesson, hjá Hemp Living, segir að hann hafi átt 250 kíló á lager frá í fyrra en að það hafi selst upp í vor. Sigurður segir að samkvæmt upplýsingum frá Mast hafi ellefu fyrirtæki og nokkrir einstaklingar fengið leyfi til að flytja inn fræ af iðnaðarhampi á þessu ári.

Landstólpi flutti inn 700 kíló

Rúnar Skarphéðinsson sölumaður segir að Landstólpi hafi flutt inn 700 kíló af hampfræi í vor miðað við 1,2 tonn á síðasta ári og fræin séu svo gott sem uppseld hjá þeim 

„Satt best að segja áttum við von á samdrætti í ár frá síðasta ári en þá var nýjungagirnin mikil og margir keyptu tvö og þrjú kíló af fræi bara til að prófa ræktunina og eiga enn þá fræ.“

Yrkið Finola, sem er finnskt, hefur reynst vel hjá okkur og við fluttum inn 350 kíló af því. Finola er fremur fljótsprottið og það tekur 100 til 120 daga að ná fullum þroska. Það er frekar lágvaxið, eða um 1,6 til 1,8 metrar að hæð, og þolir því haustveður nokkuð vel.

Að sögn Rúnars er Finola með gott CBD innihald og hentar vel til teframleiðslu, en þar sem yrkið er lágvaxið hentar það yrki síður til trefja- eða hálmframleiðslu.

„Svo erum við að prófa yrki sem kallast Férimon og við fluttum líka inn 350 kíló af því. Férimon er hávaxnara en Finola og hentar því betur til trefja- og hálmframleiðslu.“

Eitt og hálft tonn á lager

Fóðurblanda flutti inn 1,5 tonn af Finola-fræjum í vor og er það sama magn og á síðasta ári. Halldór Gunnarsson innkaupastjóri segir að megnið af fræjunum sem flutt voru inn á þessu ári sé enn óseld. „Viðtökurnar í fyrra voru mjög góðar og ræktunin gekk vel og satt best að segja er ég hissa á því hversu dræm salan hefur verið fram til þessa í ár.“

Sala undir væntingum

Lífland vildi ekki gefa upp hversu mikið af fræi fyrirtækið hefði flutt inn á þessu ári. Jóhannes Baldvin Jónsson vöruþróunarstjóri sagði að magnið hafi verið „slatti“ af Finola og að búið væri að selja tæp 140 kíló og að það væri minna en væntingar hafi staðið til miðað við að 200 kíló hafi selst á síðasta ári.

Skylt efni: hampur | iðnaðarhampur

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...