Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Grillið Hótel Sögu í Reykjavík fékk viðurkenningu sauðfjárbænda. Hafliði Halldórsson og Dominique Plédel Jónsson eru hér sitthvoru megin við fulltrúa Grillsins; þá Atla Þór Erlendsson, Denis Grbic og Sigurð Helgason.
Grillið Hótel Sögu í Reykjavík fékk viðurkenningu sauðfjárbænda. Hafliði Halldórsson og Dominique Plédel Jónsson eru hér sitthvoru megin við fulltrúa Grillsins; þá Atla Þór Erlendsson, Denis Grbic og Sigurð Helgason.
Mynd / HKr.
Fréttir 26. apríl 2017

Sauðfjárbændur veita veitingastöðum viðurkenningu

Höfundur: HKr.
Föstudaginn 31. mars veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenska lambakjötið fyrir erlendum ferðamönnum. 
 
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd var skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslumanni, sem var formaður nefndarinnar, Sigurlaugu M. Jónasdóttur, útvarpskonu hjá RÚV, og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík. Hún valdi úr þá staði sem hljóta viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.  
 
Viðurkenningarathöfn fór fram í Bændahöllinni við Hagatorg og hlutu eftirfarin veitingahús viðurkenningu:
 
  • Lamb-Inn í Eyjafjarðarsveit.
  • Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit.
  • Fiskfélagið Reykjavík.
  • Fiskmarkaðurinn, Reykjavík. 
  • Íslenski barinn Ingólfsstræti, Reykjavík.
  • Gallery restaurant Hótel Holti, Reykjavík.
  • Grillið Hótel Sögu, Reykjavík.
  • Matur og Drykkur, Reykjavík.
  • Smurstöðin í Hörpu í Reykjavík.
  • Vox Hilton Hótel, Reykjavík
 
Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. 
 
Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni „Aukið virði sauðfjárafurða“. Auk veitingar viðurkenningar fór fram við sama tækifæri staðfesting undirskrifta tveggja samstarfssamninga. Það var við Íslandshótel og annar við eignartengd fyrirtæki undir nöfnunum Apótekið, Sushi Sosial, Tapas barinn og Sæta svínið. Alls falla undir þessa tvo nýju samninga um 20 veitingastaðir sem munu leggja áherslu á lambakjöt á sínum matseðlum.
 
Þessa má geta að meðal fjölbreyttra léttra veitinga úr sauðfjárafurðum sem veittar voru við þetta tækifæri var lambabacon sem vakti mikla lukku meðal viðstaddra. 

6 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...