Skýrsla um fæðuöryggi á Íslandi kynnt á streymisfundi
Núna klukkan 10:15 verður skýrsla um fæðuöryggi á Íslandi, sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnt á opnum streymisfundi úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hægt verður að fylgjast með streyminu hér á síðunni.
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) og ritstjóri skýrslunnar ásamt Erlu Sturludóttur, kynnir niðurstöður skýrslunnar á ásamt Þóroddi Sveinssyni deildarforseta LbhÍ.
Hægt er að senda inn spurningar á fundinn í gegnum Slido til skýrsluhöfunda með merkinu „#faeduoryggi“.