Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016
Fréttir 28. febrúar 2017

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um mánaðarmótin greiðir SS bændum sem lögðu inn hjá félaginu á síðasta ári 2,5% viðbótarinnlegg á afurðaverð síðast liðins árs.

Steinþór Skúlason, forstjóri, Sláturfélags Suðurlands, segir það stefnu SS að greiða bændum hluta af hagnaði félagsins, þegar reksturinn gengur vel, í formi viðbótargreiðslu á afurðaverð síðasta árs.

„Um er að ræða 2,5% á allt afurðainnlegg síðasta árs og er heildarupphæðin rúmar 48 milljónir. Afkoma SS á síðasta ári var sú besta í 110 ára sögu félagsins. Stefna okkar sem samvinnufélags er að greiða bændum hluta hagnaðar sé hann til staðar og miðað er við að 30% af hagnaði fari til eigenda og viðskiptamanna. Fyrst greiðum við vexti á A deild og arð á B deild og það sem er eftir upp í 30% greiðum við til bænda sem viðbótarafurðarverð liðins árs.“

Að sögn Steinþórs eiga bændur að mestu það sem hann kallar A deild og bændur og aðrir fjárfestar B deild.

„Við höfum áður greitt til bænda viðbótarafurðarverð þegar afkoman hefur verið góð og munum halda því áfram í framtíðinni þegar afkoman gefur færi á. Á Norðurlöndunum er þekkt að stór afurðafyrirtæki greið bændum með svipuðum hætti þegar reksturinn gengur vel.“

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...