Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016
Fréttir 28. febrúar 2017

SS greiðir bændum 2,5% ofan á innlegg ársins 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um mánaðarmótin greiðir SS bændum sem lögðu inn hjá félaginu á síðasta ári 2,5% viðbótarinnlegg á afurðaverð síðast liðins árs.

Steinþór Skúlason, forstjóri, Sláturfélags Suðurlands, segir það stefnu SS að greiða bændum hluta af hagnaði félagsins, þegar reksturinn gengur vel, í formi viðbótargreiðslu á afurðaverð síðasta árs.

„Um er að ræða 2,5% á allt afurðainnlegg síðasta árs og er heildarupphæðin rúmar 48 milljónir. Afkoma SS á síðasta ári var sú besta í 110 ára sögu félagsins. Stefna okkar sem samvinnufélags er að greiða bændum hluta hagnaðar sé hann til staðar og miðað er við að 30% af hagnaði fari til eigenda og viðskiptamanna. Fyrst greiðum við vexti á A deild og arð á B deild og það sem er eftir upp í 30% greiðum við til bænda sem viðbótarafurðarverð liðins árs.“

Að sögn Steinþórs eiga bændur að mestu það sem hann kallar A deild og bændur og aðrir fjárfestar B deild.

„Við höfum áður greitt til bænda viðbótarafurðarverð þegar afkoman hefur verið góð og munum halda því áfram í framtíðinni þegar afkoman gefur færi á. Á Norðurlöndunum er þekkt að stór afurðafyrirtæki greið bændum með svipuðum hætti þegar reksturinn gengur vel.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...