Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2021

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hætt við að lækka afurðaverð á nautgripaflokkum eins og til stóð að gera frá 18. janúar. Í tilkynningu inni á vef SS kemur fram að félagið hafi endurmetið forsendur verðbreytinganna og ákveðið að falla frá verðbreytingunni.

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýndi harðlega fyrirhugaðar breytingar í bréfi til SS. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda– og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK í bréfinu.

Gildandi verðskrá sláturleyfishafa má nálgast á vef SS.

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...