Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2021

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hætt við að lækka afurðaverð á nautgripaflokkum eins og til stóð að gera frá 18. janúar. Í tilkynningu inni á vef SS kemur fram að félagið hafi endurmetið forsendur verðbreytinganna og ákveðið að falla frá verðbreytingunni.

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýndi harðlega fyrirhugaðar breytingar í bréfi til SS. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda– og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK í bréfinu.

Gildandi verðskrá sláturleyfishafa má nálgast á vef SS.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...