Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa
Mynd / smh
Fréttir 12. janúar 2021

SS hættir við fyrirhugaða lækkun á afurðaverði nautgripa

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur hætt við að lækka afurðaverð á nautgripaflokkum eins og til stóð að gera frá 18. janúar. Í tilkynningu inni á vef SS kemur fram að félagið hafi endurmetið forsendur verðbreytinganna og ákveðið að falla frá verðbreytingunni.

Landssamband kúabænda (LK) gagnrýndi harðlega fyrirhugaðar breytingar í bréfi til SS. „Með gengdarlausum lækkunum á greinina undanfarin ár og núna boðuðum aðgerðum til að hvetja sérstaklega til samdráttar í framleiðslu óháð öllu er farið í þveröfuga átt. Skilaboðin eru einfaldlega þau að gæðin og sérstaðan skipta ekki máli, einungis að geta keppt við verð. Nú þegar greinin fer í gegnum gríðarlega erfiðan tíma sökum Covid-19 gerir LK þá kröfu að afurðafyrirtæki í eigu íslenskra bænda– og markaðssetur sig sérstaklega sem slíkt – standi með bændum,“ segir Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður LK í bréfinu.

Gildandi verðskrá sláturleyfishafa má nálgast á vef SS.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 7. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Erfið staða námsins
Fréttir 7. mars 2025

Erfið staða námsins

Þungt hljóð var í fulltrúum garðyrkjubænda á deildarfundi búgreinarinnar vegna s...

Samningsmarkmið svipuð og áður
Fréttir 7. mars 2025

Samningsmarkmið svipuð og áður

Deildarfundur sauðfjárbænda samþykkti þau áhersluatriði sem verða höfð til hliðs...

Skipa starfshóp um áhrif innflutnings
Fréttir 7. mars 2025

Skipa starfshóp um áhrif innflutnings

Skipa á starfshóp til að greina áhrif af hugsanlegum innflutningi á erfðaefni úr...

Deilt er um dýravelferð
Fréttir 7. mars 2025

Deilt er um dýravelferð

Forsvarsmenn Dýraverndarsambands Íslands eru ósáttir við að stjórnsýsla dýravelf...

Uppsagnir á Blönduósi
Fréttir 6. mars 2025

Uppsagnir á Blönduósi

Kjarnafæði Norðlenska hefur sagt upp 22 starfsmönnum sem starfa við sláturhús SA...

Tilnefnd til verðlauna
Fréttir 6. mars 2025

Tilnefnd til verðlauna

Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins, hefur verið tilnefnd til Blaða...

Starfsfólk LbhÍ og Hóla meðal ósáttustu starfsmanna ríkisins
Fréttir 6. mars 2025

Starfsfólk LbhÍ og Hóla meðal ósáttustu starfsmanna ríkisins

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum eru meðal neðstu ríkisstofnana í...