Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 12. september 2023

SS slátrar um 100 þúsund fjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláturtíðin hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi hófst miðvikudaginn 6. september og stendur til 31. október.

Reiknað er með að slátrað verði um 100 þúsund fjár sem er svipað og á síðasta ári. „Við reiknum með að það verði 150 manns sem koma að sláturtíðinni með fastafólkinu okkar á Selfossi en af þeim hópi eru um 110 erlendir starfsmenn, sem eru ráðnir sérstaklega í sláturtíðina,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélaginu.

Afurðaverð hækkar um 19%

Hann segir að afurðaverð á lambakjötinu hækki um 19% frá fyrra hausti, auk þess sem greidd verður 5% viðbót á afurðaverð. „Það er líka gaman að segja frá því í tengslum við sláturtíðina að við höfum tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsfólk á Þórhildarvöllum, sem er að Fossnesi fyrir neðan sláturhúsið. Þar er pláss fyrir 33 starfsmenn en það eru 11 í hverju húsi og húsin eru 3 talsins,“ segir Benedikt.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...