Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Um 150 starfsmenn, þar af um 110 erlendir, munu starfa við sláturtíðina í haust hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi.
Mynd / MHH
Fréttir 12. september 2023

SS slátrar um 100 þúsund fjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sláturtíðin hjá Sláturfélagi Suðurlands í sláturhúsinu á Selfossi hófst miðvikudaginn 6. september og stendur til 31. október.

Reiknað er með að slátrað verði um 100 þúsund fjár sem er svipað og á síðasta ári. „Við reiknum með að það verði 150 manns sem koma að sláturtíðinni með fastafólkinu okkar á Selfossi en af þeim hópi eru um 110 erlendir starfsmenn, sem eru ráðnir sérstaklega í sláturtíðina,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá Sláturfélaginu.

Afurðaverð hækkar um 19%

Hann segir að afurðaverð á lambakjötinu hækki um 19% frá fyrra hausti, auk þess sem greidd verður 5% viðbót á afurðaverð. „Það er líka gaman að segja frá því í tengslum við sláturtíðina að við höfum tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir starfsfólk á Þórhildarvöllum, sem er að Fossnesi fyrir neðan sláturhúsið. Þar er pláss fyrir 33 starfsmenn en það eru 11 í hverju húsi og húsin eru 3 talsins,“ segir Benedikt.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...