Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Heimskautarefur. Fuglaflensa fannst fyrir skömmu í ref í Skagafirði.
Heimskautarefur. Fuglaflensa fannst fyrir skömmu í ref í Skagafirði.
Mynd / Pixabay
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Um mánaðamótin bárust Matvælastofnun niðurstöður rannsókna Tilraunastöðvar HÍ að Keldum á sýnum sem tekin voru úr refi sem aflífaður var í Skagafirði skömmu áður. Segir í tilkynningu Mast að íbúi hafi séð refinn og tekið eftir að hann væri augljóslega veikur; mjög slappur, hreyfði sig lítið og var valtur á fótunum. Tilkynnt var um refinn til Matvælastofnunar, reyndar refaskyttur fengnar til að aflífa hann og hræið sent til rannsókna á Keldum. Greindist hann með fuglainflúensu af gerðinni H5N5.

Tilkynningum um fugla fækkað

Í ljósi þessa vill Matvælastofnun biðja fólk að vera líka vakandi fyrir sjúkdómseinkennum eða óeðlilegri hegðun í refum og senda stofnuninni tilkynningu ef það verður vart við veika eða dauða refi. Bent er á að fleiri spendýr, svo sem rottur og mýs, geti smitast af fuglainflúensu, þótt veiran hafi ekki greinst hingað til í þessum dýrategundum hér á landi.

Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið alveg nýlega.

Segja forsvarsmenn Mast ekki tímabært að álykta að sýking í villtum fuglum sé í rénun og biður fólk að vera áfram vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum og að tilkynna stofnuninni um veika og dauða fugla sem það sér.

Enn smithætta í köttum og hundum

Jafnframt er tiltekið að smithætta sé enn til staðar í köttum og hundum og því æskilegt að eigendur þeirra reyni áfram að koma í veg fyrir að dýr þeirra fari í veika eða dauða villta fugla eða spendýr.

Á vefnum mast.is má finna mælaborð um fuglainflúensu.

Skylt efni: fuglaflensa | refur

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...