Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Carlsberg setur afarkosti
Utan úr heimi 12. júní 2024

Carlsberg setur afarkosti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Danski bjórframleiðandinn Carlsberg stefnir á að þrjátíu prósent hráefnisins í þeirra framleiðslu komi frá vistvænni framleiðslu fyrir árið 2030 og að öllu leyti árið 2040.

Þetta er ein af þeim leiðum sem Carlsberg ætlar að fara til að minnka kolefnislosun sína. Framkvæmdastjórinn segir að fyrirtækið muni kaupa vistvænt korn, sama hvort það sé framleitt í Danmörku eða ekki. Því vilji hann hvetja áhrifamenn í landbúnaðinum og stjórnkerfinu til að opna augun fyrir möguleikunum. Landbrugsavisen greinir frá.

Nú þurfi allar hendur á dekk, því stærstu matvælaframleiðendur heimsins, hvort sem það eru Mars, Nestlé, Unilever eða Carlsberg, leggi áherslu á það sama – vistvæna landbúnaðarframleiðslu.

Landbrug & Fødevarer, samtök bænda og afurðastöðva í Danmörku, taka vel í þessa afstöðu. Þrýstingur frá stórum fyrirtækjum eins og Carlsberg geti verið drifkrafturinn í því að breiða út vistvæna búskaparhætti í landinu, en samtökin hafa sett sér það markmið að danskur landbúnaður verði kolefnishlutlaus árið 2050.

Nú þegar séu verkferlarnir til staðar og ættu danskir bændur að geta aðlagað sig að breyttum kröfum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...