Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða
Mynd / Guðmundur H. Gunnarsson
Fréttir 12. september 2016

Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útlit er fyrir að kornuppskera norðan heiða verði ágæt nú í haust. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að enn sem komið er séu fáir byrjaðir að slá en líklegt að bændur hefjist handa á næstu dögum. 
 
„Í heildina lítur vel út með uppskeru á korni hér um slóðir,“ segir hann. 
Sigurgeir segir að bændur hafi í fyrrahaust fengið mikinn skell þegar svo til allt korn eyðilagðist á einni frostnóttu í lok ágúst. Það áfall hafi gert að verkum að þeir hafi heldur dregið saman í kornræktinni, einhverjir alveg hætt að reyna fyrir sér með kornið og aðrir dregið saman, tekið minna land undir þess konar ræktun en áður. „Þessi eina frostnótt í fyrra hafði þær afleiðingar að korn eyðilagðist meira og minna hér um slóðir. Það sat í mönnum sem drógu margir hverjir úr ræktuninni,“ segir Sigurgeir.
 
Nú háttar svo til að þroski er kominn í kornið og frostnætur valda því ekki skaða í líkingu við þann sem varð í fyrrahaust. „Við erum hólpin hvað það varðar og útlitið í heildina er bara ágætt, uppskera getur orðið með þokkalegu móti,“ segir Sigurgeir.
 
Sveppasmit í kornakri, brúnir flekkir í akrinum. Blöðin á bygginu eru smituð af augnflekk (augnblett). 
 
Guðmundur H. Gunnarsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, segir að nokkuð sé um sveppasmit í eldri kornörkum í Eyjafirði. Hann hafi þó ekki haft færi á að skoða mikið af kornörkum undanfarið, en sér virðist sem sú sé raunin. Hann segir sveppasmit draga úr kornfyllingu eða geti stöðvað hana, þ.e. flutning á næringarefnum frá blöðum og strái upp í axið, og þannig haft veruleg áhrif á uppskeru og gæði kornsins. 

Skylt efni: kornrækt | bygg | sveppasmit

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...