Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða
Mynd / Guðmundur H. Gunnarsson
Fréttir 12. september 2016

Útlit fyrir þokkalega korn­uppskeru norðan heiða

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Útlit er fyrir að kornuppskera norðan heiða verði ágæt nú í haust. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að enn sem komið er séu fáir byrjaðir að slá en líklegt að bændur hefjist handa á næstu dögum. 
 
„Í heildina lítur vel út með uppskeru á korni hér um slóðir,“ segir hann. 
Sigurgeir segir að bændur hafi í fyrrahaust fengið mikinn skell þegar svo til allt korn eyðilagðist á einni frostnóttu í lok ágúst. Það áfall hafi gert að verkum að þeir hafi heldur dregið saman í kornræktinni, einhverjir alveg hætt að reyna fyrir sér með kornið og aðrir dregið saman, tekið minna land undir þess konar ræktun en áður. „Þessi eina frostnótt í fyrra hafði þær afleiðingar að korn eyðilagðist meira og minna hér um slóðir. Það sat í mönnum sem drógu margir hverjir úr ræktuninni,“ segir Sigurgeir.
 
Nú háttar svo til að þroski er kominn í kornið og frostnætur valda því ekki skaða í líkingu við þann sem varð í fyrrahaust. „Við erum hólpin hvað það varðar og útlitið í heildina er bara ágætt, uppskera getur orðið með þokkalegu móti,“ segir Sigurgeir.
 
Sveppasmit í kornakri, brúnir flekkir í akrinum. Blöðin á bygginu eru smituð af augnflekk (augnblett). 
 
Guðmundur H. Gunnarsson, jarðræktarráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, segir að nokkuð sé um sveppasmit í eldri kornörkum í Eyjafirði. Hann hafi þó ekki haft færi á að skoða mikið af kornörkum undanfarið, en sér virðist sem sú sé raunin. Hann segir sveppasmit draga úr kornfyllingu eða geti stöðvað hana, þ.e. flutning á næringarefnum frá blöðum og strái upp í axið, og þannig haft veruleg áhrif á uppskeru og gæði kornsins. 

Skylt efni: kornrækt | bygg | sveppasmit

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...