Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Ingi Friðleifsson á degi landbúnaðarins.
Sigurður Ingi Friðleifsson á degi landbúnaðarins.
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköpunar Orkustofnunar, flutti erindi á málþinginu Græn framtíð á degi landbúnaðarins 14. október.

Þar fléttaði hann saman umfjöllun um hugtökin fæðuöryggi og orkuöryggi. Hann sagði fæðuöryggishugtakið mjög mikilvægt, en það mætti ekki gleyma orkuörygginu sem væri ekki síður mikilvægt. Þannig kæmist þjóðin nú alveg sæmilega af í einhvern tíma ef matvælainnflutningur hætti algerlega, en ef olíuinnflutningur stöðvaðist þá myndi landið lamast á mánuði.

Vannýttir innlendir orkuframleiðslumöguleikar

Að sögn Sigurðar hefur sú hugsun verið fjarri flestum að mögulega geti orðið orkuskortur á Íslandi, en nú hafi að undanförnu komið upp aðstæður sem fái fólk til að hugsa um mögulegar sviðsmyndir ef olía hættir að berast til landsins. Þá þurfi að gefa öðrum möguleikum innlendum gaum, til orkuframleiðslu.

Þar beinir Sigurður einkum sjónum að möguleikum til sveita, meðal annars að notkun á varmadælum sem geti leitt til mikils sparnaðar á rafnotkun á þeim svæðum þar sem raforka er notuð til húshitunar. Þetta sé alvöru leið og skjótvirk sem sé vannýtt á köldum svæðum. Með slíkri nálgun sé hægt að ná í orku sem myndi fullnægja orkuþörf tugþúsunda rafbíla, sem við þurfum einmitt núna á að halda í orkuskiptunum. Slíkt fyrirkomulag feli einnig í sér lægri rekstrarkostnað fyrir íbúa.

Skilvirkari stuðningur við bændur

Þá hafi stjórnvöld nýverið breytt kerfinu á þann veg að mun skilvirkara er núna fyrir bændur á köldum svæðum að fá stuðning frá ríkinu til að taka varmadælur í gagnið á sínum bæjum.

Sigurður sagði að varmadæluleiðin væri nú orðin mjög áhugaverður kostur til raforkuframleiðslu í dreifbýli – sérstaklega fyrir ferðaþjónustubændur á köldum svæðum. Þetta væri raunveruleg raforkuframleiðsla þar sem margt smátt gerði eitt stórt.

Hann sagði að orkuskiptin laumuðu sér hægt og bítandi inn í landbúnaðinn. Innlend matvælaframleiðsla á innlendri orku væri auðvitað lokamarkmiðið, en vinna þyrfti hratt og örugglega að því marki.

Skylt efni: orkumál | orkuskipti

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...