Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins
Fréttir 25. janúar 2018

Varnasvæði stækkar og nær til alls landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirdýralæknir á Englandi hefur ákveðið að England eins og það leggur sig skuli vera eitt varnarsvæði vegna hættu á fuglaflensu. Alifuglabændur skulu samkvæmt lögum fara eftir ýtrustu reglum hvað varðar varnir gegn fuglaflensu í landinu.

Ákvörðunin kemur í framhaldi af því að undanfarnar vikur hafa að minnsta kosti þrettán villtir fuglar fundist dauðir af völdum fuglaflensu H5N6 og sýnt hefur verið fram að rúmlega þrjátíu aðrir séu sýktir.

Það að svo margir villtir fuglar séu sýktir eykur gríðarlega hættuna á að flensan breiðist hratt út og geti borist í alfuglabú.

Talið er að fuglaflensan hafi borist til Englands með farfuglum frá Evrópu þar sem flensan hefur fundist í fjölda villtra fugla undanfarna mánuði.

Miklar öryggisráðstafanir

Reglurnar um varnir gegn fuglaflensunni ná til allra sem halda alifugla en bú með yfir 500 fugla þurfa að gera aukalegar ráðstafanir. Gæta verður þess að enginn óviðkomandi fái aðgang að búunum, að skipt sé um fatnað áður en farið er inn til fuglanna eða vinnusvæði sem tengist þeim og að ökutæki séu sótthreinsuð áður en þau yfirgefa bú.

Tilkynna skal dauða fugla

Eigendum alifugla er skylt að tilkynna dauða fugla sem gæti orsakast af flensunni og almenningur er einnig beðinn að tilkynna fund á dauðum fuglum í náttúrunni.

Smitandi en ekki talin hættuleg fólki

Ekki er talið enn sem komið er að flensan sé hættuleg fólki en samt sem áður er talið nauðsynlegt að koma í veg fyrir að hún berist í alifugla til manneldis þar sem vírusinn sem flensunni veldur er bráðsmitandi. 

Skylt efni: England | fuglaflensa

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...