Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Viðbúnaður vegna fuglaflensu
Fréttir 19. mars 2018

Viðbúnaður vegna fuglaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Eins og alltaf á þessum árstíma metur Matvælastofnun í samvinnu við sérfræðinga á Tilraunastöðinni á Keldum og í Háskóla Íslands, hvort hætta sé á að farfuglarnir okkar beri með sér fuglaflensusmit til landsins.

Á heimasíðu Mast segir að því miður sé staðan sú í Evrópu um þessar mundir að töluvert hefur verið um fuglaflensu, bæði í alifuglum og villtum fuglum. Það er því mikilvægt að fuglaeigendur gæti smitvarna og allir séu vakandi fyrir óeðlilegum dauða bæði villtra fugla og fugla í haldi.

Á undanförnum mánuðum hafa tilkynningar borist um fuglaflensugreiningar bæði í alifuglum og villtum fuglum í löndum þar sem margir af íslensku farfuglunum hafa vetursetu, svo sem í Hollandi, Englandi og Írlandi.

Ekki er talin þörf á að auka viðbúnað enn sem komið er en Matvælastofnun vill samt sem áður brýna fyrir fuglaeigendum að huga að smitvörnum og þá sér í lagi að koma í veg fyrir að villtir fuglar komist í fóður og drykkjarvatn alifugla.

Að svo stöddu er því lágmarks viðbúnaðarstig í gildi. Það felur meðal annars í sér að tilkynna skuli til Matvælastofnunar um dauða villta fugla ef orsök dauða er ekki augljós. Það má gera með því að senda ábendingu á vef stofnunarinnar eða með tölvupósti á netfangið mast@mast.is. Jafnframt skulu fuglaeigendur hafa samband við stofnunina verði þeir varir við aukin dauðsföll eða grunsamleg veikindi meðal fugla sinna.

Skylt efni: Mast | fuglaflensa

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...