Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
„Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun,“ segir Elínborg Erla.
„Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun,“ segir Elínborg Erla.
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Hún er lífrænn grænmetisbóndi og var nýverið kjörinn formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu. Hún kynnir hér búskap sinn.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir.

„Ég kaupi jörðina og flyt hingað árið 2015, en þá hafði ekki verið stundaður búskapur hér í þónokkur ár og ekki verið föst búseta. Það voru heldur engin útihús eða slíkt, aðeins íbúðarhúsið. Ég er síðan búin að vera að vinna í því að byggja hér upp rekstur, komin með þrjú óupphituð bogahús, pökkunaraðstöðu og búin að rækta upp land. Einnig er kominn sjálfsafgreiðslukofi niðri við veg þar sem fólk getur keypt afurðir búsins í sjálfsafgreiðslu yfir sumartímann,“ segir Elínborg Erla.

Býli, gerð bús? Ég er með lífrænt vottaða grænmetisræktun og smá skógrækt. Auk þess að selja grænmetið ferskt þá vinn ég líka úr því ýmiss konar afurðir, svo sem chutney, bragðbætt salt og grænmetisbollur. Svo á ég nokkrar hænur og endur, en þær eru nú frekar gæludýr en búfénaður.

Vegfarendur í Skagafirði geta komið við í sjálfsafgreiðslukofa við veginn hjá lífræna búinu Breiðargerði.

Hvers vegna velur þú þessa búgrein? Vegna brennandi áhuga á ræktun, sérstaklega á ræktun matjurta og lífrænum ræktunaraðferðum. Svo er líka bara svo gott að búa í sveit.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög breytilegt eftir árstíma. Á vorin hefst sáning og forræktun, síðan útplöntun og umhirða og loks uppskera. Veturna nýti ég síðan til þess að vinna við framleiðsluna, vinna afurðir úr ræktun ársins.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er gaman þegar gengur vel, en síður þegar gengur illa. Það er samt þannig að yfirleitt lærir maður mest af því sem mistekst eða gengur illa, svo þegar upp er staðið er þetta kannski bara allt skemmtilegt?

Hvað er það jákvæða við að vera bóndi og hverjar eru áskoranirnar? Það jákvæða er til dæmis að starfinu fylgja forréttindi á borð við það að ráða sér frekar mikið sjálfur, fá að vera mikið utandyra, vinna með höndunum og sjá hluti verða til og blómstra – bókstaflega jafnvel.

Elínborg vinnur fjölbreyttar vörur úr afurðunum sínum.

Hvernig sérð þú landbúnað á Íslandi þróast næstu árin? Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn og spá aukinni virðingu fyrir íslenskum landbúnaði og stöðugleika á komandi árum. Áherslu á sjálfbærni og hófsemi í bland við aukna hagkvæmni. Minn persónulegi draumur er líka aukið hlutfall lífræns vottaðs landbúnaðar, meiri fjölbreytni og nýsköpun.

Instagram: @breidargerdi

Þar birti ég reglulega myndir frá starfseminni og upplýsingar um hvað sé á döfinni og hvar afurðir búsins fást þá stundina.

Næstu tvær vikur mun Elínborg gefa lesendum innsýn inn í bústörf sín í gegnum Instagram-reikning Bændablaðsins.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...